17.1.2008 | 11:55
Tíminn okkar Davíðs
Merkilegt, finnst mér, að það séu liðin tíu ár frá því að ég fór í fimmtugsafmæli Davíðs Oddssonar og færði honum bókina um Ólaf Ragnar Grímsson.
Þá var ég tæplega fertugur að aldri. Nú er Davíð orðinn sextugur en ég rúmlega fertugur.
Merkilegt.
Til hamingju Davíð.
Breytt kl. 19:23;
Já, og til hamingju með strákinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2008 | 20:49
Hinir síðustu munu fyrstir verða...
Hallgrímur Thorst spyr í bloggi sínu;
"Það hlýtur að vera fullt af velviljuðu sjálfstæðisfólki og djarfhuga samfylkingarfólki sem er til í að vísa Árna Mathiesen leiðina heim til raunveruleikans á ný. Af hverju þegir allt þetta fólk"
Því er til að svara að við í Samfylkingunni, a.m.k. hér í Hafnarfirði, erum vön því að þeir sem lenda í þriðja sæti fái djobbið.
Á þetta ekki að vera svona?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2008 | 10:57
É...
É
É É
É ÉÉÉ
É
É É
É ÉÉÉ
ÉÉÉÉÉÉ!
Ps.
Þessi pistill er skrifaður undir áhrifum frá Hjallastefnunni og hádegisviðtalinu í gær. Í tungutaki Hjallastefnunnar er talað um að kjarna hlutina. Það hef ég nú gert og vænti þess að öllum sé nú merking hugsana minna nokkuð ljós sem og inntak hádegisviðtalsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2008 | 23:10
Pressan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.1.2008 | 08:13
Ekki tjáir að deila...
...um dómarann, skipun hans eða ráðherrann.
Ekki tjáir að deila um sölu eigna á Keflavíkurflugvelli, ráðherrann eða bróður hans.
11.1.2008 | 20:05
Tvístígandi Hafnfirskir Sjálfstæðismenn
Fjarðarpósturinn kom inn um lúguna í dag. Þar í, er grein eftir Almar Grímsson bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna, hvar hann skammar Samfylkingu fyrir að lækka ekki fasteignagjöld Í Hafnarfirði.
Á Bæjarráðsfundi í gær lagði bæjarstjóri, Lúðvík Geirsson, fram tillögu um lækkun á álagningarstofnum fasteignagjalda fyrir árið 2008.
Í 24 stundum í dag segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna "Umræða síðustu daga hefur að okkar mati haft þessi áhrif og þetta er að mínu mati bara tækifærismennska hjá Lúðvík.
Er ekki komið eitt dæmið til viðbótar um hve einstaklingarnir í litlum bæjarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði eru ósamstíga? Spurning hvort þriðja fulltrúanum tekst ekki að hafa þriðju skoðunina í einu og sama málinu eins og áður hefur tekist.
10.1.2008 | 00:14
GOGGI
Merkur maður Goggi,
segir Moggi
end´er hjarta hans,
þessa heiðursmanns,
geymt í heimsfrægum banka utanlands.
Svo orti Þorsteinn Valdimarsson 1967.
Og enn er það svo að Moggi elskar suma en hatar aðra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 11:50
Tímamótafréttir
Þegar ég var strákur skrifaði Flosi Ólafsson ironíska pistla í Þjóðviljann. Eitt sinn skrifaði hann um félagsfræðinga og gífurlega gagnsemi þeirra.
Flosi hafði nefnilega komist að því að félagsfræðingar, einhverjir, höfðu gert hávísindalega rannsókn og komist að því að flestar fjölskyldur á Íslandi borðuðu kvöldmat um klukkan sjö á kvöldin.
Þetta var um 1970 þegar allir vissu að allar fjölskyldur borðuðu kvöldmat klukkan sjö á kvöldin. Flosi sagðist ekki efast um gagnsemi þessara rannsókna.
Þessi pistill Flosa rifjaðist upp í morgun þegar ég las fyrirsögn í 24 stundum:
"Íslendingar kaupa sér of dýra bíla á lánum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.1.2008 | 00:08
PRESSAN - love it
Gjörsamlega frábær sjónvarpsþáttaröð á Stöð 2. Spennandi sakamálaþættir, með trúverðugum persónum, beittum húmor og feikivel leikið. Svona hefur aldrei verið gert í Íslensku sjónvarpi áður.
Engin nálykt af þessu.
5.1.2008 | 12:12
H E L G I S P J Ö L L !
Hér hefur allt verið í lamasessi síðan seint á gamlárskvöld
Húsmóðirin hefur ekki farið undan sæng. Þau fáu skipti hún opnar augun stynur hún upp Ó Guð minn góður.. Guð minn góður.. Hvernig gátu þeir gert þetta?
Litla barnið labbar um ganga, vannært og illa hirt, horfir út í fjarlægt tóm og segir í sífellu Auling, auling
Unglingurinn hefur ekki látið sjá sig.
Sjálfur er ég nánast of máttfarinn til að pára þessi orð, en þetta kann að verða það síðasta sem fréttist af okkur áður en við gefumst endanlega upp.
Hvernig gátu þeir fengið þetta af sér? Hver ber ábyrgð á þessu?
Hvernig datt þeim í hug að setja auglýsingu í sextíu sekúndur inn í Skaupið?
Og nú á að endursýna þetta.!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2008 | 10:44
Sófus, Siggi og Sjálfstæðisflokkur
Í gær bloggaði ég um erfiðleika í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og eftir hádegið för ég í jarðarför Sófusar Berthelsen eldri.
Það er stutt síðan ég var í jarðarför seinast. Þá kvaddi ég mikinn vin minn Sigurð Arnórsson áfengisráðgjafa í Bandaríkjunum. Við Sigurður kynntumst fyrir tilviljun fyrir rösklega sjö árum og ég vissi að við gætum orðið ágætir vinir þegar hann tilkynnti mér glottandi að auðvitað væri hann krati. Alli góðir menn væru jú kratar inn við beinið.
Seinna réði tilviljun því að við Siggi lærðum sama fag, sitthvoru megin á hnettinum og tilviljun réði því líka að við bjuggum í sama húsi í rúmt ár. Sameiginleg áhugamál og nálægðin styrkti vináttuna.
Um þetta hugsaði ég í dag þegar ég horfði á kistu Sófusar og hugsaði með mér að þeir hefðu getað kunnað vel hvor við annan Sófus og Siggi. Sófus var mikill jafnaðarmaður og átti það til að stinga niður penna til að undirstrika lífsviðhorf sín, jafnvel þótt hann væri orðin háaldraður.
Þannig rifjaðist það upp fyrir mér í hinni vinalegu athöfn í dag, að góðvinur Sigga bæjarfulltrúinn Almar Grímsson, varð eitt sinn fyrir snörpum skrifum Sófusar, fyrir þá sök að vera í röngum stjórnmálaflokki. Þegar ég kom heim gróf ég þennan texta upp.
Heill og sæll Almar Grímsson.
Og kærar þakkir fyrir bréfið frá þér sem ég hirti úr póstkassa mínum áttunda dag febrúarmánaðar.
Eftir að hafa lesið bréfið tvisvar varð mér hugsi um stund og ég komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri maður að mínu skapi, sem muni vinna að mínum þörfum, en þær eru nokkrar þar sem ég er 87 ára gamall.
Vitanlega á ég að láta þennan mann hafa mitt atkvæði í vor, hugsaði ég, en svo áttaði ég mig á því að aftan í þér , Almar, myndu hanga þeir menn sem ég síst vildi hafa í meirihluta bæjarstjórnar. Menn sem tilheyra þeim flokki sem gáfu Bæjarútgerðina og þessa dagana koma því sem bæjarfélaginu tilheyrir í eigu einkaaðila.
Mín ósk er sú að þeir sem nú sitja í meirihluta bæjarstjórnar glati sínum völdum og að nýr maður komi í bæjarstjórastólinn. Sá sem nú situr þar getur hæglega brosað fyrir framan myndavélarnar úr öðrum stól.
Að endingu þú ert maðurinn sem okkur gamlingjana vantar og ég mundi glaður láta þig hafa mitt atkvæði, og reyndar reyna að safna atkvæðum fyrir þig ef þú tilheyrðir Samfylkingunni!
Með fullri virðingu fyrir þinni persónu.
Sofhus Bertelsen eldri.
Þannig skrifaði þessi heiðursmaður í Fjarðarpóstinn þann 21. febrúar árið 2002. Og svona hrærðust saman á einum degi hugsanir mínar um Sigurð vin minn, Sófus afa konu minnar og vanda Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 08:09
Hafnfirskir Sjálfstæðismenn Lögbrjótar og Flokkurinn Klofinn
Það er greint frá því hér að á seinasta bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði var mættur þriðji varamaður af lista Sjálfstæðisflokksins í forföllum Haraldar Þórs Ólasonar bæjarfulltrúa.
hvorki María Gylfadóttir, fyrsti varamaður af D-lista, né Bergur Ólafsson, annar varamaður virðast hafa átt þess kost að sitja fundinn. A.m.k. var hvorugt þeirra á fundinum. Segir Guðmundur Rúnar Árnason á bloggvef bæjarfulltrúa og undrast hin miklu forföll.
Nú hef ég fengið staðfest að a.m.k. annar þeirra varamanna sem ekki komu á bæjarstjórnarfundinn var við símann allan fundardaginn en engin tilraun var gerð til að hafa samband við hann af félögum hans í Sjálfstæðisflokknum.
Það að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gangi framhjá tveimur fyrstu varamönnum sínum, til að kalla þann þriðja til bæjarstjórnarfundar, lyktar ekki einungis af ósamstöðu innan flokksins heldur virðist það líka vera lögbrot.
Í 24. Grein Sveitarstjórnarlaga segir;
Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá, flytjast burtu eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.
Það hefur gerst, að til Félagsmálaráðuneytis hefur verið kvartað vegna nákvæmlega svona brots, þ.e. að kalla ekki til fremsta varamann og ráðuneytið hefur úrskurðað slíkan gjörning óheimilan.
Það er leiðinlegt þegar ósætti milli fólks, sem þó hefur kosið sér að vinna saman, leiðir það út í þær ógöngur að fara á svig við lög.
En svona er þetta, ósætti virðist ekki eingöngu vera í fjölmennum flokki sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hinn fámenni flokkur sjálfstæðismanna í Hafnarfirði virðist líka klofinn í margar áttir eins og Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins gerir að umtalsefni í leiðara fyrir skömmu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 09:33
Besta myndbandið 2007
Greiningardeild UNO blog - GUB - hefur núskoðað fjöld myndbanda með það í huga að ákvarða hvaða verk eigi skilið titilinn Besta myndbandið 2007.
Eitt þeirra myndbanda sem miklar líkur átti á að hreppa þennan eftirsóknarverða sess var það sem birtist hér, en það náði ekki að sigra vegna þess að það er talið framleitt nokkru fyrir árið 2007.
Að lokum var það samdóma álit GUB að titiliinn Besta myndbandið 2007 færi til Crasy Indian Video
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2007 | 23:31
Skaupið var frábært
Ég skemmti mér vel yfir Skaupinu þrátt fyrir að hafa ekki drukkið dropa af áfengi með því.
Hitler litli og lati Júðinn var perla og það var líka Steingrímur Joð að syngja um fegurð Ingibjargar.
Endirinn var svo skemmtilega súrrealískur. Þeir sem ekki fíluðu skaupið geta huggað sig við að Spaugstofan verður áreiðanlega sýnd áfram næstu árin.
Bloggar | Breytt 1.1.2008 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.12.2007 | 23:30
Trúlega ótrúlegt
Í tilefni af síðasta bloggi stingur Gísli vinur minn upp á að ég segi prinsessunni þriggja ára söguna um Tannálfinn góða.
Í haust var ágætur læknir í fréttum að hafa áhyggjur af því að foreldrar færu ekki með börn í nauðsynlegar bólusetningar út af sögusögnum um tengsl bólusetninga og einhverfu. Tengsla sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin. Læknirinn telur að á Íslandi sé góður jarðvegur fyrir hindurvitni og nýaldarhyggju.
Í haust hafa líka átt sér stað miklar umræður um trúmál, nýja og aðlagaða þýðingu á biblíunni og ásókn trúboða inn í barnaskóla. Ekki er vitað til að nokkur maður, trúaður eða trúlaus, hafi skipt um skoðun við allar þessar umræður. Einn biskup vill þó gera trúfélag sitt að píslarvotti vegna þessarar umræðu.
Svo er það jólasveinninn. Ég hef þrætt þann hárfína veg gagnvart prinsessunni að ljúga ekki að henni, án þess að svipta hana ævintýrinu. Á óravíddum Alnetsins má nú finna mynd af okkur feðginum í jólasveinabúningum að bera út gjafir.
Þannig er það ljóst að þó við vitum ekki hvort jólasveinninn og Jesú séu til þá erum við viss um að það eru til menn sem hjálpa þeim og það þjónar ekki sérstökum tilgangi að efast opinberlega. Það skiptir enginn um skoðun hvort eð er.
Tannálfurinn hvað kemur hann þessu við. Jú hann gæti breytt dúett í tríó. Ekki á það bætandi.
Fyrir hina sem samt vilja meira er hér þrettán mínútna fyrirlestur um afhverju fólk trúir skrítnum fyrirbærum.
Myndbandið virðist vera óratíma að hlaðst niður, hér er stutta leiðin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.12.2007 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2007 | 12:59
Áhyggjur
"Ég vil ekki verða sex ára" tilkynnir prinsessan með grátstafinn í kverkunum.
"Allt í lagi ástin mín, þú þarft ekkert að vera sex ára núna" fullyrðir pabbinn vitandi að þegar maður er þriggja ára er töluvert langt í sex ára aldurinn.
"En afhverju villt þú ekki verða sex ára?"
Og prinsessan svarar með brostinni röddu:
"Af því ég vil ekki missa allar tennurnar!"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2007 | 10:49
Jólakók
Hið eina sanna...
...og sköpunargleði...
...með húmor...
..eða þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2007 | 17:18
Ég kemst í hátíðarskap
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)