uno - Hausmynd

uno

Hafnfirskir Sjálfstæðismenn Lögbrjótar og Flokkurinn Klofinn

 

Það er greint frá því hér að á seinasta bæjarstjórnarfund í Hafnarfirði var mættur þriðji varamaður af lista Sjálfstæðisflokksins í forföllum Haraldar Þórs Ólasonar bæjarfulltrúa.

“… hvorki María Gylfadóttir, fyrsti varamaður af D-lista, né Bergur Ólafsson, annar varamaður virðast hafa átt þess kost að sitja fundinn. A.m.k. var hvorugt þeirra á fundinum.” Segir Guðmundur Rúnar Árnason á bloggvef bæjarfulltrúa og undrast hin miklu forföll.

Nú hef ég fengið staðfest að a.m.k. annar þeirra varamanna sem ekki komu á bæjarstjórnarfundinn var við símann allan fundardaginn en engin tilraun var gerð til að hafa samband við hann af félögum hans í Sjálfstæðisflokknum.

Það að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks gangi framhjá tveimur fyrstu varamönnum sínum, til að kalla þann þriðja til bæjarstjórnarfundar, lyktar ekki einungis af ósamstöðu innan flokksins heldur virðist það líka vera lögbrot.

Í 24. Grein Sveitarstjórnarlaga segir;
“Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá, flytjast burtu eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.”

Það hefur gerst, að til Félagsmálaráðuneytis hefur verið kvartað vegna nákvæmlega svona brots, þ.e. að kalla ekki til fremsta varamann og ráðuneytið hefur úrskurðað slíkan gjörning óheimilan.

Það er leiðinlegt þegar ósætti milli fólks, sem þó hefur kosið sér að vinna saman, leiðir það út í þær ógöngur að fara á svig við lög.

En svona er þetta, ósætti virðist ekki eingöngu vera í fjölmennum flokki sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hinn fámenni flokkur sjálfstæðismanna í Hafnarfirði virðist líka klofinn í margar áttir eins og Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarpóstsins gerir að umtalsefni í leiðara fyrir skömmu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband