uno - Hausmynd

uno

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Villi og siðferðið

 

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir að aðgerðir mótmælenda á pöllum Ráðhússins sé algjör vanvirðing við lýðræðið, en þeir sem fyrir þeim standa virðist ekki vilja láta segjast. “Maður veltir því fyrir sér hvort þetta séu þau vinnubrögð sem þeir vilja að séu ástunduð í þjóðfélaginu,”

Já lýðræðið Vilhjálmur, lýðræðið.

Þegar ráðherra sniðgengur álit matsnefndar við skipun héraðsdómara og rýrir þannig traust á dómstólum sem eru ein af undirstöðum lýðræðisins, þá  er það aðför að lýðræðinu.

Þegar menn hasla undir sig völd í sveitarfélagi með prettum, þá er það aðför að lýðræðinu. Þegar menn þjarma að veiklyndum einstaklingi með Gróusögum, kaupa hann með gylliboðum án þess að neinni málefnakreppu sé til að dreif, einungis til þess að ná völdum þá er það aðför að lýðræðinu.

Þegar menn fórna öllum málefnum, sem þeir stóðu fyrir þegar þeir buðu sig fram, einungis til að ná VÖLDUM. Þá eru sjálfsagt margir tilbúnir til að segja að það sé vanvirðing við lýðræðið.

Í þessu samhengi má vitna í það sem Eyja Margrét Brynjarsdóttir doktorsnemi í heimspeki hefur sagt um hræsni:

“Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er.
Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem hann sjálfur er sekur um og afneitar því jafnframt telst hann hræsnari þar sem hann reynir að sýnast betri en hann í raun er”

Það er auðvitað ekki smekklegt að trufla fund með því að kalla “Villi tilli” og það er engum sómi að því að kalla borgarfulltrúa “Talandi hárkollustatíf”

En að halda því fram að tjáning fólks á pöllum eða bloggi, sem hefur reiðst vegna þess að því finnst traðkað á lýðræðinu, að kalla þá tjáningu vanvirðingu við lýðræðið – það er hræsni.
 

 


Killer Boogie

 

Í dag tekur við nýr borgarstjórnarmeirihluti í höfuðborg Íslands. Atburðarásin er búin að vera undarleg, svolítið geggjuð. Eiginlega of ótrúleg til að hægt sé að taka niðurstöðuna alvarlega. Það er ekki hægt að nenna því að hafa áhyggjur af þessu.

Þeyr er málið.

Einu sinni sat ég heila nótt með Hallgrími Gröndal úti í Tónabæ og upplifði Þey. Það var einhverskonar tónlistarmaraþon í gangi, til styrktar einhverju mjög göfugu. Víman af Þey var engu lík og ég hef alltaf saknað hennar.

Þetta myndband er frábært. Sigtryggur og Þorsteinn Magnússon svo ungir að þeir eru vart þekkjanlegir. Ekkert hefur breyst. Allt er eins. Sama tilfinning og þegar Sykurmolarnir gengu aftur í höllinni fyrir rúmu ári. Ruddalegur takturinn hljómar áfram í kollinum. Killer Boogie - til hamingju Ísland. 




Sjúklegt

 

Fólk er almennt sammála um að nýr meirihluti í borginni sé veikur. 


Mistök

 

"Ég gerði mistök í Rei málinu" sagði Vilhjálmur Þ. í Kastljósi fyrir stuttu.  "Ég vann það of hratt og hef beðist afsökunar á þessum mistökum"

Vissir þú að Margrét myndi ekki fylgja Ólafi að málum og ekki styðja nýjan meirihluta, spurði Sigmundur. 

 Nei Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vissi það nú ekki, enda gerðist þetta allt mjög hratt í gær.

 


Frjálslyndir, mislyndir, þunglyndir...

 

Sennilega ekki gott að stóla á samstarf með þeim sem kenna sig við lundarfar.


Óheimilt að boða þriðja mann ef Ólafur forfallast

 

Ólafi F. Magnússyni fannst það ómaklegt að vera spurður um hvað yrði um nýjan meirihluta í borgarstjórn ef hann veikist aftur eða forfallast, því Margrét Sverrisdóttir styður ekki þennan meirihluta.

 "Verður þá ekki bara þriðji maður kallaður inn af listanum?" spurði einhver fréttamaðurinn.

Því var ekki svarað en það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Í 24. Grein Sveitarstjórnarlaga segir;
“Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá, flytjast burtu eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.”

Á þessi lög hefur reynt. Það hefur gerst, að til Félagsmálaráðuneytis hefur verið kvartað vegna nákvæmlega svona brots, þ.e. að kalla ekki til fremsta varamann og ráðuneytið hefur úrskurðað slíkan gjörning óheimilan.

Ólafur má því ekki forfallast, þá er nýjasti meirihlutinn í borgarstjórn sprunginn. 

 


Obama með mörg hnífasett í bakinu...

...frá þessum manni. Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi bandarískra demókrata í næstu forsetakosningum hefur sakað Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta um að bera út ósannindi um sig.


mbl.is Obama í stríð við Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Leo, lýðræðið og Þórlindur Kjartansson

 

Það er fráleitt að halda því fram að lýðræðið hafa verið misnotað vegna þess að þessi ráðning er samkvæmt reglum og lögum sem gilda í landinu, sagði Þórlindur Kjartansson (formaður SUS) í Silfri Egils í dag og er auðvitað að verja dæmalausu dómararáðninguna.

Á vef Þorgeirs heitins Þorgeirsonar má finna þetta mannkynssögubrot:

"Dr. Leo Alexander, vel þekktur geðsjúkdómafræðingur, var formaður bandarísku læknanefndarinnar við stríðsglæparéttarhöld, sem haldin voru í Nürnberg eftir síðari heimstyrjöldina.

Honum féllust alveg hendur gagnvart þessari spurningu: Hvernig gat staðið á því  að læknastétt Þýskalands hafði reynst  ófær um að veita nasistunum virka andstöðu?

Hvergi fann hann neinar heimildir um þetta atriði og neyddist því til að snúa könnuninni upp í rannsókn á aðdraganda þess, hvernig þýska læknastéttin hafði smám saman orðið fullkomlega undirgefin stjórnarstefnu Hitlers.

Niðurstaða dr. Alexanders og starfssystkina hans varð á endanum sú,  að Helförin mundi hafa átt rót í hægfara viðhorfsbreytingu lækna, sem smám saman tóku að sætta sig við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að meta fólk eftir því hvern kostnað eða ágóða ríkið hefði af  tilveru þess"

Sigurður Líndal hefur gagnrýnt dómararáðninguna harkalega, m.a. með þessum orðum:

“Valdboðið er sett í öndvegi; annað látið víkja. Með þetta að leiðarljósi er alræði og geðþótta opnuð leið og eru nærtækust dæmin frá Þýzkalandi eftir 1930.”

Miðað við niðurstöðu Dr. Leo Alexanders, er ekki bara rétt af Sigurði að taka svona til orða. Það er sérstaklega mikilvægt.

Þeir sem vilja draga faðerni hins nýráðna dómara inn í umræðuna vinna það eitt til, að drepa henni á dreif, þar er flokksbróðir vor og nokkuð virtur Iðnaðarráðherra ekki undanskilinn.


Hinir síðustu munu fyrstir verða...

 

Hallgrímur Thorst spyr í bloggi sínu;

"Það hlýtur að vera fullt af velviljuðu sjálfstæðisfólki og djarfhuga samfylkingarfólki sem er til í að vísa Árna Mathiesen leiðina heim til raunveruleikans á ný. Af hverju þegir allt þetta fólk"

Því er til að svara að við í Samfylkingunni, a.m.k. hér í Hafnarfirði, erum vön því að þeir sem lenda í þriðja sæti fái djobbið.

Á þetta ekki að vera svona? 

 


É...

 

    É

    É     É

    É     ÉÉÉ


    É

    É      É

    É     ÉÉÉ

    ÉÉÉÉÉÉ!





Ps.
Þessi pistill er skrifaður undir áhrifum frá Hjallastefnunni og hádegisviðtalinu í gær. Í tungutaki Hjallastefnunnar er talað um að kjarna hlutina. Það hef ég nú gert og vænti þess að öllum sé nú merking hugsana minna nokkuð ljós sem og inntak hádegisviðtalsins.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband