uno - Hausmynd

uno

Trúlega ótrúlegt

 

Í tilefni af síðasta bloggi stingur Gísli vinur minn upp á að ég segi prinsessunni þriggja ára söguna um Tannálfinn góða.

Í haust var ágætur læknir í fréttum að hafa áhyggjur af því að foreldrar færu ekki með börn í nauðsynlegar bólusetningar út af sögusögnum um tengsl bólusetninga og einhverfu. Tengsla sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin. Læknirinn telur að á Íslandi sé góður jarðvegur fyrir hindurvitni og nýaldarhyggju.

Í haust hafa líka átt sér stað miklar umræður um trúmál, nýja og aðlagaða þýðingu á biblíunni og ásókn trúboða inn í barnaskóla. Ekki er vitað til að nokkur maður, trúaður eða trúlaus, hafi skipt um skoðun við allar þessar umræður. Einn biskup vill þó gera trúfélag sitt að píslarvotti vegna þessarar umræðu.

Svo er það jólasveinninn. Ég hef þrætt þann hárfína veg gagnvart prinsessunni að ljúga ekki að henni, án þess að svipta hana ævintýrinu. Á óravíddum Alnetsins má nú finna mynd af okkur feðginum í jólasveinabúningum að bera út gjafir.

Þannig er það ljóst að þó við vitum ekki hvort jólasveinninn og Jesú séu til – þá erum við viss um að það eru til menn sem hjálpa þeim og það þjónar ekki sérstökum tilgangi að efast opinberlega. Það skiptir enginn um skoðun hvort eð er.

Tannálfurinn – hvað kemur hann þessu við. Jú hann gæti breytt dúett í tríó. Ekki á það bætandi.

Fyrir hina sem samt vilja meira er hér þrettán mínútna fyrirlestur um afhverju fólk trúir skrítnum fyrirbærum.
 



Myndbandið virðist vera óratíma að hlaðst niður, hér er stutta leiðin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VÁ!

maður verður greinilega að kíkja hérna OFT á dag!

annars koma bara margar færslur sem maður missir af.

ég hló upphátt þegar ég las "vil ekki verða 6 ára" færsluna og "gegt gott um jólin"

annars langaði mig bara að kasta á þig kveðju 

vona að þú hafir haft það gott um át-tíðarnar.

kv Halla 

Halla (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:03

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

... þú ert alltof flókinn fyrir þennan heim Höddi!

Gísli Hjálmar , 27.12.2007 kl. 21:05

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

Enginn annar heimur í boði Gísli, en mannskepnan er vissulega flókið og furðulegt fyrirbæri. Vona samt þú eigir ekki í erfiðleikum með textann minn, á ég að skrifa styttri orð?

Hörður Svavarsson, 27.12.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband