uno - Hausmynd

uno

Tímamótafréttir

Þegar ég var strákur skrifaði Flosi Ólafsson ironíska pistla í Þjóðviljann. Eitt sinn skrifaði hann um félagsfræðinga og gífurlega gagnsemi þeirra.

Flosi hafði nefnilega komist að því að félagsfræðingar, einhverjir, höfðu gert hávísindalega rannsókn og komist að því að flestar fjölskyldur á Íslandi borðuðu kvöldmat um klukkan sjö á kvöldin.

Þetta var um 1970 þegar allir vissu að allar fjölskyldur borðuðu kvöldmat klukkan sjö á kvöldin. Flosi sagðist ekki efast um gagnsemi þessara rannsókna.

Þessi pistill Flosa rifjaðist upp í morgun þegar ég las fyrirsögn í 24 stundum:

"Íslendingar kaupa sér of dýra bíla á lánum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Góður ...

... hvar er Flosi kallinn núna.

Gísli Hjálmar , 8.1.2008 kl. 18:04

2 identicon

þú ert Flosi

Halla (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

Hörður Svavarsson, 9.1.2008 kl. 23:57

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

... ha!

Gísli Hjálmar , 11.1.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Hörður Svavarsson

Hér...

Hörður Svavarsson, 11.1.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband