uno - Hausmynd

uno

Skaupið var frábært

Ég skemmti mér vel yfir Skaupinu þrátt fyrir að hafa ekki drukkið dropa af áfengi með því.

Hitler litli og lati Júðinn var perla og það var líka Steingrímur Joð að syngja um fegurð Ingibjargar.

Endirinn var svo skemmtilega súrrealískur. Þeir sem ekki fíluðu skaupið geta huggað sig við að Spaugstofan verður áreiðanlega sýnd áfram næstu árin.

  
grimaramot

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Alveg sammála þér, fínt skaup. Mér fannst Jón Gnarr frábær, eins og hinir leikararnir! Skil ekkert í liðinu sem er fannst það ekki gott!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.1.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Ég horfði líka ódrukkinn á skaupið (heyrir það til tíðinda? besta að skrá það til öryggis) en skellti bara upp úr þegar Helga Braga (alltaf góð) lék Jónínu Ben og þegar Geir Ólafs sagði okkur frá Leyndarmálinu. Gleðilegt ár!

Sveinn Ólafsson, 1.1.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

Sveinn: Ég veit ekki hvort það heyri til tíðinda að þú horfðir á Skaupið ódrukkin. En ég vildi undirstika að mat mitt byggir ekki á því að ég var fullur eða vitlaus, sem heyrir ekki til sérstakra tíðinda hvað mig varðar.  Gleðilegt ár líka!

Hörður Svavarsson, 1.1.2008 kl. 15:45

4 identicon

Tilkynnist hérmeð að ég horfði blankandi edrú á skaupið - en það náði mér ekki. Eða ég ekki því. Raunar miklu líklegra að það snúi þannegin.

Það er þó mikil huggun harmi gegn - reynist það satt - að við munum njóta Spaugstofunnar enn um sinn, þó ég sakni sannarlega Randvers.

Þrátt fyrir að hafa ekki náð skaupinu almennilega (auðvitað brosti ég stundum og skellti uppúr einum þrisvar sinnum), þá kemur það ekki til með að halda fyrir mér vöku. Bíð spenntur eftir næsta skaupi.

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:41

5 identicon

Skaupið var askaplega ófyndið og samhengislaust.  Mikil umgjörð en ekkert innihald.  Einfaldleikinn er einfaldlega bestur.  Man einhver eftir Skaupinu 1984? - þar sem að þrír leikarar sáu um allt grínið af gargandi snilld - eða Skaupið 1981 - þar sem að gert var grín af dagskrá sjónvarpsins og ýmsu því sem sýnt var þar það árið - óborganlega fyndið það.

Að mínu mati var markhópur Skaupsins fólk á aldrinum 20-35 ára (húmorinn var þannig) og sem eru kjósendur Samfylkingarinnar.

Samkvæmt Skaupinu er Framsókn stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi (miðað við umfjöllun í Skaupinu).  Aðrir flokkar og þar með taldir Samfó og Sjálfstæðis eru langt um minni skv. Skaupinu.    Hvenær ætla Skaupsmenn að hætta með þessa fúlu brandara um Framsókn??  Þeir eru bara einfaldlega ekkert fyndnir lengur, enda er Framsókn ekki við völd lengur.

Jónas Guðmundur Einarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Gísli Hjálmar

Í fyrsta sinn á ævi minni þá horfði ég ekki á áramótaskaupið ...

Missti ég af einhverju?

Gísli Hjálmar , 2.1.2008 kl. 14:49

7 Smámynd: Hörður Svavarsson

Já Gísli þú misstir af Skaupinu. En það má sjá það hér.

Ef þú horfir á það, þá kemstu að því að það var alveg frábært.

Hörður Svavarsson, 2.1.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband