uno - Hausmynd

uno

Færsluflokkur: Bloggar

Skaupið var frábært

Ég skemmti mér vel yfir Skaupinu þrátt fyrir að hafa ekki drukkið dropa af áfengi með því.

Hitler litli og lati Júðinn var perla og það var líka Steingrímur Joð að syngja um fegurð Ingibjargar.

Endirinn var svo skemmtilega súrrealískur. Þeir sem ekki fíluðu skaupið geta huggað sig við að Spaugstofan verður áreiðanlega sýnd áfram næstu árin.

  
grimaramot

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Áhyggjur

 

"Ég vil ekki verða sex ára" tilkynnir prinsessan með grátstafinn í kverkunum.

"Allt í lagi ástin mín, þú þarft ekkert að vera sex ára núna" fullyrðir pabbinn vitandi að þegar maður er þriggja ára er töluvert langt í sex ára aldurinn.

"En afhverju villt þú ekki verða sex ára?"

Og prinsessan svarar með brostinni röddu:

"Af því ég vil ekki missa allar tennurnar!" 


Jólakók

Hið eina sanna...



...og sköpunargleði...

 



...með húmor...

 



..eða þannig.

Ég kemst í hátíðarskap

Ég meina ´ða, takk æðilsega fyrir allar jóakveðjurnar og É vona allir hafi það gegt gott um jólin.

AndiJóla


Ég verð hér...

Ég verð líka á Íslandi um jólin.

 


Orð dagsins: Heilsuefling

Nú skal ekki lengur tala um sjúkdóma enda heilbrigði og forvarnir í sókn. Nú skal nota orðið heilsuefling. Og víðtæk þverfagleg nálgun er lykillinn að árangri. Aðferðafræðingar í ráðuneyti heilbrigðis kunna auðvita miklu betur að efla heilsu fólks með spurningakönnunum heldur en læknar sem bara hafa lært læknisfræði. Þess vegna er auðvita líka ókei að 120 manns bíði eftir hjartaðgerð þó vitað sé að 7 til 13 % láti lífið meðan þeir hanga á biðlista.
 
Það er þrjátíu og níu þúsund miljón króna afgangur af fjárlögðum lagður inn á bankabók. Honum verður líklega varið í myndbandagerð. 
 
 
 

Cheerios siðfræði

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, skrifar á bloggi sínu í dag:

“Þeir eru í skjallbandalagi á netinu Jónas Kristjánsson og Egill Helgason og nú hafa þeir sameinast um þá hugmynd Péturs Gunnarssonar, ritstjóra eyjan.is, að hér eigi að vera fjórir óeirðabílar á vegum óreiðalögreglu undir minni stjórn…

…Ég verð að hryggja þessa áhugamenn um öryggismál með því, að ég hef ekki neina tillögu í þá veru, sem þeir lýsa. Þeir verða líklega að flytja á eyjan.is til að njóta hennar í framkvæmd.”


Og Pétur Gunnarsson ritstjóri svarar;

“Nú hef ég fengið staðfest að þetta kemur fram í því kostnaðarmati sem fjármálaráðuneytið gerði og fylgdi frumvarpinu um breytingar á lögreglulögum á ferð þess um íslenska stjórnkerfið, en vísan til bílanna mun ekki að finna í frumvarpinu sjálfu né greinargerð, enda væri það afar óvenjulegt að kveða á um það í lagatexta að kaupa eigi bíla. Slíkt er gert í fjárlögum eða fjáraukalögum.”


Ekki verður annað séð en sumir hafi kynnt sér Cheerrios siðfræðina og má þá liggja á milli hluta hvað er satt, ef maður bara segir það sem manni finnst. Í því geta dómsmálaráðherrar lent eins og aðrir.


Elsta Sitkagreni Hafnarfjarðar riðar til falls

Ég hef það fyrir satt að elsta Sitkagreni í Hafnarfyrði sé í garðinum mínum. Það ver Else Snorrason úr apótekinu sem plantaði því um 1950. Sitkað mitt er því nærri sextíu ára. Þeir segja mér garðyrkjusérfræðingarnir að það sé um 15 metra hátt. Í dag lagði það af stað í sína hinstu för.

Grenitré

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það leit ekki vel út þegar þessi risi lagði af stað í rokinu og lítið annað að gera en kalla á hjálp. HJÁLP!

Hjálparsveitin

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrst komu bæjarstarfsmenn - og fóru. Svo komu skátarnir.

 Aðgerð

 

 

 

 

 

 

Og þeir hófust handa, strákarnir úr björgunarsveitinni klifruðu með trossu upp í tréð.

Aðgerð2

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir strekktu trossuna yfir í næsta stofn.

Það verður að fella tréð þegar lægir. Allt er í heiminum forgengilegt.

Ég hef verslað flugeld af björgunarsveitunum síðan ég var sjö ára. Það var gott að eiga þessa pilta að í dag. Heitir þetta ekki greiði á móti greiða? 

 


Hafdís Huld Húrra...

...ofstuðlað ég veit, en tilefnið er ærið. Ég hélt alltaf að hún hefði verið með í Gus Gus af því nördana vantaði einhverja svona unga og sæta stelpu. Algjör og fordómafullur misskilningur. Ég hef áttað mig á að Hafdís Huld er gott tónskáld, frumleg og snjöll. Það má þakka Laugardagslögum Ríkissjónvarpsins fyrir að opna augu mín fyrir því. Ragnheiður Gröndal og Magnús Þór eru meira mitt fólk heldur en Birgitta og Magni þannig séð. En Hafdís Huld átti skilið sigurinn í kvöld.

Blóm dagsins...

 

Hinn vikulegi þáttur blóm dagsins var kynntur til sögunnar fyrir viku. Það táknar að nú er aftur komið að blómi dagsins, eins og vera ber því þetta er vikulegur þáttur á uno.blog.is. Blóm dagsins er að þessu sinni hagfræðingur

uti01Hagfræðingur er sá sem numið hefur Hagfræði og stundar hagfræði. Algengast er væntanlega að lýsa Hagfræði sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vinna, þekking, náttúruauðlindir og fjármagn. Framleiðsluþættirnir, og þar með framleiðslugetan, eru takmarkaðir og því fá ekki allir allt sem þeir óska sér. Fyrir vikið þarf með einum eða öðrum hætti að ákveða hvað skuli framleiða og hverjir eigi að njóta góðs af slíkri framleiðslu.

 

 

Myndin er sótt á vefsíðu sem kemur upp ef googlað er eftir hagfræðingur. Skilgreiningunni er bísað af vísindavefnum, sem er vissulega blómlegur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband