Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2008 | 11:45
Maðurinn sem leitað var að er fundinn
Ég hélt að þetta væri fréttatilkynning frá Sjálfstæðisflokknum.
...maðurinn sem leitað hefur verið af í hundrað daga er fundinn, hann heitir Ólafur F. Magnússon, og gaf sig fram í gær....
En svo er ekki. Gott að maðurinn sem leitað var að á Vestfjörðum er fundinn. Ætli þetta sé eins þar og í Reykjavík, sá á fund sem finnur?
Maður sem leitað var að er fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2008 | 19:36
Allt að róast...
"Það er allt að róast hér eftir þennan blaðamannafund hér í Norræna húsinu" sagði skeleggur fréttamaður ríkissjónvarpsins rétt í þessu þar sem hann var staddur inni á gólfi á Kjarvalsstöðum. Þetta er kannski til marks um spennuna sem þarna ríkti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2008 | 11:55
Tíminn okkar Davíðs
Merkilegt, finnst mér, að það séu liðin tíu ár frá því að ég fór í fimmtugsafmæli Davíðs Oddssonar og færði honum bókina um Ólaf Ragnar Grímsson.
Þá var ég tæplega fertugur að aldri. Nú er Davíð orðinn sextugur en ég rúmlega fertugur.
Merkilegt.
Til hamingju Davíð.
Breytt kl. 19:23;
Já, og til hamingju með strákinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.1.2008 | 23:10
Pressan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 00:14
GOGGI
Merkur maður Goggi,
segir Moggi
end´er hjarta hans,
þessa heiðursmanns,
geymt í heimsfrægum banka utanlands.
Svo orti Þorsteinn Valdimarsson 1967.
Og enn er það svo að Moggi elskar suma en hatar aðra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 11:50
Tímamótafréttir
Þegar ég var strákur skrifaði Flosi Ólafsson ironíska pistla í Þjóðviljann. Eitt sinn skrifaði hann um félagsfræðinga og gífurlega gagnsemi þeirra.
Flosi hafði nefnilega komist að því að félagsfræðingar, einhverjir, höfðu gert hávísindalega rannsókn og komist að því að flestar fjölskyldur á Íslandi borðuðu kvöldmat um klukkan sjö á kvöldin.
Þetta var um 1970 þegar allir vissu að allar fjölskyldur borðuðu kvöldmat klukkan sjö á kvöldin. Flosi sagðist ekki efast um gagnsemi þessara rannsókna.
Þessi pistill Flosa rifjaðist upp í morgun þegar ég las fyrirsögn í 24 stundum:
"Íslendingar kaupa sér of dýra bíla á lánum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.1.2008 | 10:44
Sófus, Siggi og Sjálfstæðisflokkur
Í gær bloggaði ég um erfiðleika í Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og eftir hádegið för ég í jarðarför Sófusar Berthelsen eldri.
Það er stutt síðan ég var í jarðarför seinast. Þá kvaddi ég mikinn vin minn Sigurð Arnórsson áfengisráðgjafa í Bandaríkjunum. Við Sigurður kynntumst fyrir tilviljun fyrir rösklega sjö árum og ég vissi að við gætum orðið ágætir vinir þegar hann tilkynnti mér glottandi að auðvitað væri hann krati. Alli góðir menn væru jú kratar inn við beinið.
Seinna réði tilviljun því að við Siggi lærðum sama fag, sitthvoru megin á hnettinum og tilviljun réði því líka að við bjuggum í sama húsi í rúmt ár. Sameiginleg áhugamál og nálægðin styrkti vináttuna.
Um þetta hugsaði ég í dag þegar ég horfði á kistu Sófusar og hugsaði með mér að þeir hefðu getað kunnað vel hvor við annan Sófus og Siggi. Sófus var mikill jafnaðarmaður og átti það til að stinga niður penna til að undirstrika lífsviðhorf sín, jafnvel þótt hann væri orðin háaldraður.
Þannig rifjaðist það upp fyrir mér í hinni vinalegu athöfn í dag, að góðvinur Sigga bæjarfulltrúinn Almar Grímsson, varð eitt sinn fyrir snörpum skrifum Sófusar, fyrir þá sök að vera í röngum stjórnmálaflokki. Þegar ég kom heim gróf ég þennan texta upp.
Heill og sæll Almar Grímsson.
Og kærar þakkir fyrir bréfið frá þér sem ég hirti úr póstkassa mínum áttunda dag febrúarmánaðar.
Eftir að hafa lesið bréfið tvisvar varð mér hugsi um stund og ég komst að þeirri niðurstöðu að þarna væri maður að mínu skapi, sem muni vinna að mínum þörfum, en þær eru nokkrar þar sem ég er 87 ára gamall.
Vitanlega á ég að láta þennan mann hafa mitt atkvæði í vor, hugsaði ég, en svo áttaði ég mig á því að aftan í þér , Almar, myndu hanga þeir menn sem ég síst vildi hafa í meirihluta bæjarstjórnar. Menn sem tilheyra þeim flokki sem gáfu Bæjarútgerðina og þessa dagana koma því sem bæjarfélaginu tilheyrir í eigu einkaaðila.
Mín ósk er sú að þeir sem nú sitja í meirihluta bæjarstjórnar glati sínum völdum og að nýr maður komi í bæjarstjórastólinn. Sá sem nú situr þar getur hæglega brosað fyrir framan myndavélarnar úr öðrum stól.
Að endingu þú ert maðurinn sem okkur gamlingjana vantar og ég mundi glaður láta þig hafa mitt atkvæði, og reyndar reyna að safna atkvæðum fyrir þig ef þú tilheyrðir Samfylkingunni!
Með fullri virðingu fyrir þinni persónu.
Sofhus Bertelsen eldri.
Þannig skrifaði þessi heiðursmaður í Fjarðarpóstinn þann 21. febrúar árið 2002. Og svona hrærðust saman á einum degi hugsanir mínar um Sigurð vin minn, Sófus afa konu minnar og vanda Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 09:33
Besta myndbandið 2007
Greiningardeild UNO blog - GUB - hefur núskoðað fjöld myndbanda með það í huga að ákvarða hvaða verk eigi skilið titilinn Besta myndbandið 2007.
Eitt þeirra myndbanda sem miklar líkur átti á að hreppa þennan eftirsóknarverða sess var það sem birtist hér, en það náði ekki að sigra vegna þess að það er talið framleitt nokkru fyrir árið 2007.
Að lokum var það samdóma álit GUB að titiliinn Besta myndbandið 2007 færi til Crasy Indian Video
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)