uno - Hausmynd

uno

Færsluflokkur: Bloggar

Brotist inn á þessa síðu?

 

Ég hef nú að mestu fært skrif mín í annað umhverfi. Ég tók þó eftir því núna að einhver hefur plantað auglýsingu frá Nova inn á síðuna mína.

Í skilmálum Moggabloggsins segir: "...Morgunblaðið ber á engan hátt ábyrgð á því sem notandi eða þeir sem heimsækja síðu notanda setja á síðu notanda."

 Ég veit ekki hver annar hefur aðgang  að bloggsíðunni minn og hef því ekki hugmynd um hvern ég á að rukka fyrir þessa auglýsingabirtingu. Ég hef auðvitað hugsað mér rausnarlegt endurgjald fyrir að auglýsa skemmtistaðinn Nova.

 Veit einhver hver stendur fyrir þessu? Ætli ég eigi að rukka Nova?


Hver tekur við...

...í Reykjavík ?

 


Bush og æðri máttur...

 

Í heimsókn til trúarbragðasinnaðrar vímuefnameðferðarstöðvar í Baltimor ræddi Busi Bandaríkjaforseti um sína eigin drykkju og vandann sem hann átti eitt sinn í. Og ég tók mig til og bloggaði um það hér....


Nýtt heimili

 

Stend í flutningum.

Verð til heimilis með bloggið mitt á eyjan.is

Mun þó e.t.v eitthvað láta að mér kveða hér, t.d. til að taka upp þennan þráð enda ekki vanþörf á.


Heyrðu nú - minn kæri Sýsli

 

Kona ein mér nákomin, býr við ofsóknir fyrrverandi eiginmanns síns. Hún og börnin hennar hafa mátt sæta stöðugum og linnulausum hótunum, ónæði og ofbeldi af hans hendi.

Fyrir skömmu var dæmt nálgunarbann á manninn, enda hafði hann ekki sinnt aðvörunum lögreglu, né neinu tiltali. Reyndar var það svo að í kjölfar slíkra ábendinga færðist hann allur í aukana. Loks keyrði um þverbak þegar hann misþyrmdi öðru barni sínu og konunnar, 7 ára stúlku.

Þrátt fyrir nálgunarbannið hefur ekki dregið úr áganginum. Fjöldi hringinga og sms sendinga á dag með allskyns skilaboðum, hótanir og heimsóknir er það sem fjölskyldan má stöðugt búa við. Hvert einasta brot á nálgunarbanninu hefur verið kært til lögreglu. Það hefur ekki áhrif.

Það er barnaverndarmál og dómsmál í gangi vegna  ofbeldis hans gagnvart börnunum.

Nú hefur konan fengi bréf frá Sýslumanninum vegna þess að karlinn hefur krafist umgengnisréttar við börnin. Henni ber að mæta til Sýslumanns á morgun og skrifa undir samkomulag um að umgengnisréttur hans verði virtur.

Í barnaverndarlögum segir m.a:
“Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir     áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu er skylt að tilkynna það         barnaverndarnefnd.

Annars er hverjum manni rétt að gera barnaverndarnefnd viðvart um hvert það tilvik sem telja má að hún eigi að láta sig varða.”


Svona tilkynning er ígildi kæru. Spurning hvort mér beri ekki, samkvæmt þessu, að kæra Sýslumanninn í Hafnarfirði til barnaverndarnefndar.

…eða sennilega er það engin spurning.
 


Um strámenn og Moggaritstjóra

 

Ég fékk ábendingu um frábæran pistil Finns Vilhjálmssonar lögfræðings og fráfarandi áskrifanda að morgunblaðinu. Þar segir m.a.:

"Því verður loks að halda til haga að enginn hefur talað fjálglegar eða velt sér meira upp úr veikindum Ólafs F. Magnússonar en ritstjóri Morgunblaðsins og hans lagsbræður. Enginn hefur nýtt sér veikindi Ólafs í pólitískum tilgangi nema einmitt þeir sjálfir."

Þeir sem ekki verða sammála Finni geta glatt sig vel skrifaðan og hnittin texta.


Alvara málsins

 

Það kann að vera mikilvæg ástæða fyrir því að Ólafur F. Magnússon segist hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," en vilji ekki nota orðið þunglyndi eða geðveiki.

Það er eðlilegt að vera nokkuð langt niðri eftir áfall, það er jafnvel eðlilegt að vera óstarfhæfur um lengri eða skemmri tíma vegna áfalls eða einhverrar persónulegrar krísu. Það er að vísu ekkert óeðlilegt við að verða geðveikur en sá reginmunur er á að sé maður veikur af þunglyndi eða öðrum geðsjúkdómi má gera ráð fyrir að sá sjúkdómur taki sig upp aftur.

Það er ekki ástæða til að gera Ólafi upp fordóma í garð geðsjúkdóma. Það getur nefnilega verið að þessi læknir hafi meira vit á þessu en margir sem saka hann um að draga umræðu um geðsjúkdóma niður á forneskjulegt og fordómafullt plan.

Það hefur ekki vakið mikla athygli það sem Sveinn Aðalsteinsson fyrrum kosningastjóri Ólafs hafði um hann að segja: “Honum hættir til að fá mál á heilann,”

Þessi meinta þráhyggjuhugsun Ólafs kann einmitt að vera ástæðan fyrir því að hann var djúpt niðri og lengi frá vinnu. En nú er honum batnað og ekki sérstök ástæða til að ætla að hann falli aftur í  sama ástand, hafi ekki verið um geðsjúkdóminn þunglyndi að ræða. Frábært.

En þessi meinta þráhyggja kann hinsvegar að verða til þess að það verði þrautinni þyngra fyrir nýja samherja Ólafs að halda samstarfið út. En það kemur þá bara í ljós.

Okkar góði borgarstjóri, eins og Ólafur kallaði kollega sinn Dag, daginn sem hann sleit meirihlutasamstarfi við hann, hefur bent á að Sjálfstæðismenn séu að nota Ólaf sem skjöld í umræðunni um gjörðir sínar. Þetta er skörp greining hjá Degi og algjörlega rétt. Ólafur er notaður sem skjöldur fyrir gjörsamlega siðlaust og brútal framferði Vilhjálms og sexmenninganna.

Hættum að tala um veikindi Ólafs. Ef hann er klikk þá kemur það í ljós.

Alvara málsins er sú að það þarf að stjórna höfuðborg landsins. Það ríkir óvissuástand í þjóðmálum sem er engum til góðs, hvar í flokki sem hann stendur.

Fyrsti meirihlutinn í borginni féll saman innan frá. Sá næsti var svikinn. Kvarnist með einhverjum hætti úr núverandi meirihluta verður það ekkert gleðiefni fyrir neinn, hvar í flokki sem hann stendur og rökrétt að Dagur og félagar verji borgarstjórn falli fram að kosningum. Það væri drengilega gert og fólk mun kunna að meta það.

Hvernig sem allt fer verður framganga í Sjálfstæðismanna og Moggans lögð undir dóm kjósenda eftir tvö ár. Þangað til þarf að stjórna borginni. Það er málið.


Blogg dagsins

 

Tónlist dagsins

Væl dagsins

Ritdómur dagsins

Netfang dagsins


 


Ég hló að Spaugstofunni...

 

...fyrir mörgum, mörgum, mörgum árum.

 

En Gísli Marteinn er í Laugardagslögunum, það fer honum vel. Í kvöld var hann í sjónvarpsfréttum að tala á góðborgarafundi sjálfstæðismanna á  Hótel sögu. Gísli virtist vilja kenna bæði Villa og Ólafi F. um þennan nýja meirihluta. Hann sagði:

"Það þarf tvo til þess að dansa tangó og eins og Megas sagði; Spáðu í mig og þá mun ég spá í þig"

Gísli Marteinn virkar nú ekki eins og mikill Megasarfan. En þeir sem þekkja ljóðið vita að þá hefur það verið Gamli góði Villi sem bar sig upp við Ólaf með þessum orðum;

...kalinn & með koffortið á bakinu
kem ég til þín segjandi með hægð

spáðu í mig og þá mun ég spá í þig.....

Í þessu ljóði eru líka áberandi; Esjan sem er sjúkleg og Akrafjallið geðbilað að sjá... Það þarf einmitt tvo til, rétt hjá Gísla.

En Gísli Marteinn er fínn Júróvisíon dómari, það á vel við hann og má ekki taka af honum. 

 


Álegg

 

Í september 2006 kynnti Davíð Oddsson seðlabankstjóri fyrir þjóðinni smjörklípuaðferðina í eftirminnilegu viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í Kastljósi ríkissjónvarpsins.

Fyrir skömmu var skipaður, af Árna Mathiesen, héraðsdómari á norðurlandi eystra. Mörgum fannst skipunin, sem sniðgekk álit lögskipaðrar matsnefndar, siðlaus og hættuleg. 

Núna fjallar Orðið á götunni um það að Davíð Oddsson geti eignað sér stóran þátt í því að mynda nýja meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur.

Kannski er nýr meirihluti undir forystu Ólafs F. Magnússonar smjöraskjan sem Árna Mathiesen þurfti.

Hver nennir að tala um dómararáðninguna núna? 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband