uno - Hausmynd

uno

Blóm dagsins...

 

Hinn vikulegi þáttur blóm dagsins var kynntur til sögunnar fyrir viku. Það táknar að nú er aftur komið að blómi dagsins, eins og vera ber því þetta er vikulegur þáttur á uno.blog.is. Blóm dagsins er að þessu sinni hagfræðingur

uti01Hagfræðingur er sá sem numið hefur Hagfræði og stundar hagfræði. Algengast er væntanlega að lýsa Hagfræði sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vinna, þekking, náttúruauðlindir og fjármagn. Framleiðsluþættirnir, og þar með framleiðslugetan, eru takmarkaðir og því fá ekki allir allt sem þeir óska sér. Fyrir vikið þarf með einum eða öðrum hætti að ákveða hvað skuli framleiða og hverjir eigi að njóta góðs af slíkri framleiðslu.

 

 

Myndin er sótt á vefsíðu sem kemur upp ef googlað er eftir hagfræðingur. Skilgreiningunni er bísað af vísindavefnum, sem er vissulega blómlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sérdeilis dásamlegt. Eru þetta hagfræðingar á myndinni? Ég þekki nokkra hagfræðinga og þeir féllu ekki vel í þennan hóp. Eru þetta kannski hagræðingar og einn blaðamaður?

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Veit ekki hvað er á þessari mynd, nema þarna ku vera Þorleifur Þór Jónsson hagfræðingur ásamt öðrum ótittluðum, kannski hagfræðingum, kannski blaðamönnum. Hver veit. En þetta er einhvernvegin svona mynd sem fellur vel að þeirri fordómafullu staðalmynd sem ég hef um hagfræðinga og stendur vel undir titlinum Blóm dagsins.

Hörður Svavarsson, 1.12.2007 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband