Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.11.2007 | 09:29
Jafnrétti?
25.11.2007 | 21:34
Sólveig Péturs taldi þingsystur sína ekki heila á geði
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt til, eins og frægt er orðið, að starfsheiti ráðherra verði breytt. Ég skrifaði stuttan pistil af því tilefni.
Í kommenti við þann pistil segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fréttir sem einhvertíma rata inn í sögubækur, a.m.k. kvennasögubækur. Hún segir:
"Get ekki stillt mig um að upplýsa hér á þessum miðli að ég skrifaði eigin hendi fyrstu þingsályktunartillögu Kvennalistans um að breyta titlinum ráðherra. Það var flutt að Guðnýju Guðbjörns og það var mikið hlegið að því. Ég man að við Guðný hittum Sólveigu Péturs á kaffistofu alþingis og spurðum hvað henni fyndist. Hún sagði við Guðnýju að hún gæti ekki verið með öllum mjalla."
Að vera ekki með öllum mjalla er að vera ekki heill á geði, klikk.
Seinna varð Sólveig Dóms- og kirkjumálaráðherra, talin klár kona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2007 | 17:58
Evran tekur við eftir fjóra mánuði
Ef tekið er mið af þróun gengis seinustu daga er ljóst að Evran tekur við af krónunni eftir fjóra mánuði. Krónan hefur veikst um heil 6% seinustu átta daga.
Krónan hefur því veikst að jafnaði um 0,75% á dag. Það táknar að eftir 125 daga í viðbót er krónan horfin. Þá fáum við Evruna er það ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.11.2007 | 12:32
Saklausir sviðsstjórar hlæja að yfirlöggu
Bloggaði hér um að aðstoðaryfirlögregluþjónninn Ómar Smári sakaði sviðstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ um spillingu í seinasta Fjarðarpósti.
Í blaðinu sem kemur út í dag er þessum ásökunum svarað í tveimur greinum annarsvegar svara Björn Pétursson, bæjarminjavörður og Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Ómari á málefnalegan hátt. Hinsvegar skrifar Bjarki Pétursson, sem er sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar grein sem er ekki síður málefnaleg en jafnframt nokkuð hæðin.
Bjarki skrifar m.a: Ómar segir orðrétt: Menningarmálafulltrúinn er daglega undir sviðsstjóra byggingar- og skipulagssviðs. - Hér verð ég að valda honum vonbrigðum, því sú mæta kona hefur aldrei undir mér verið, hvorki stjórnsýslulega né á annan hátt.
Eftir þessi svör má búast við einhverjum tilskrifum frá aðstoðaryfirlögregluþjóninum Ómari Smára en í upphaflegri grein sinni segir hann: Eflaust mun einhver verða sendur fram á ritvöllinn af hálfu bæjaryfirvalda til andsvara, en það mun litlu breyta. Dæmin eru svo mörg að í hvert sinn, sem einhver tjáir sig, verður ávallt hægt að svara með nýjum.
Við bíðum því spennt eftir framvindu meintrar spillingarmála í Hafnarfirði og þeirri stóru spurningu sem enn er ósvarað. Hvað með hina ómenningarlegu hoppukastala?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.11.2007 | 23:23
Er Sigurður Kári á móti öllu?
Hvernig er það með hann Sigurð Kára hann er bara alltaf á móti öllu? Hann var á móti því að reykingar yrðu aflagðar á veitingahúsum og starfsfólk nyti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vinna í reyklausu umhverfi. Hann er á móti nýjum heildarlögum um jafna stöðu karla og kvenna og nú er hann á móti því að kannað verði hvort gera megi samkomulag um að óhollusta verði ekki auglýst í barnaefni fjölmiðla.
Ætli megi segja um hann þessi fleygu orð:
Mér er fullkunnugt um það að ef háttvirtur þingmaður mundi ráða einhverju þá yrðu hér engar framfarir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2007 | 21:30
Bannað að auglýsa franskar?
Á morgun leggur Ásta R. Jóhannesdóttir frama tillögu til þingsályktunar um að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga matvöru sem beint er að börnum ef matvaran inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna.
Það verður athyglisvert að sjá hvaða viðbrögð þessi tillaga fær.
Hvernig var þetta nú aftur Sigurður Kári og Ágúst Ólafur?
Af hverju getum við ekki haft þetta eins og í löndunum í kring um okkur?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2007 | 21:00
Fúsk í forvörnum
Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ talar tæpitungulaust í áliti á pistli sem skrifaður er á heimasíðu samtakanna, væntanlega í tilefni af forvarnardegi. Hann segir m.a.:
"Í allri þessari umræðu og stefnumótun eru fagaðilar áberandi fjarverandi. Þannig eru læknar sem sinna áfengissjúkum og vita meira um hagi þeirra og félagslegar aðstæður ekki með. Þetta er eins og að skipuleggja forvarnir við krabbameinum eða hjartasjúkdómum án þess að þeirri vinnu komi læknar og vísindaleg þekking læknisfræðinnar.
Hinir velviljuðu áhugamenn sem sífellt eru að taka á því í nafni hins góða málefnis vinna málaflokknum stundum meira ógagn en gagn með brölti sínu. Ástæðan er að við fáum tilfinningu fyrir árangri sem enginn er og að verið sé að vinna til gagns þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nokkurn árangur með neinum þeirra mælinga sem við slíkt eru notaðar.
Þessi vinna kallar sem sagt á sóun á fjármunum í fjársveltum geira; ekki er verið að sinna hinum veiku eins og hægt er, aðstandendur þeirra sitja á hakanum, áhættuhópum er ekki sinnt, leitarstarfi er ekki sinnt og ekki er unnið í því að draga úr hinum raunverulegu áhættuþáttum.
Ástæða þess að svo er komið er auðvitað getuleysi og þekkingarskortur hinna velviljuðu áhugamanna og heimska og hégómi stjórnmálamannanna sem eftir þeim hlaupa til að vera með á myndinni."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2007 | 22:46
Yfirlögregluþjónn sakar sviðsstjóra um spillingu
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sakar sviðsstjóra Bygginga- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar um spillingu í grein sem hann ritar í Fjarðarpóstinn sem kemur út á morgun.
Ómar skrifar:
Tökum menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar sem dæmi. Menningarmála fulltrúinn er daglega undir sviðstjóra bygginga- og skipulagssviðs. Tillögur, sem koma inn á borð ferðamálafulltrúa, eru færðar á borð sviðsstjóra. Hann ákveður (meira og minna) í hvaða farveg þær eigi að fara. Sumar rata yfir til Byggðasafns Hafnarfjarðar þar sem þegar hefur verið ákveðið hver skuli gera hvað. Þar situr m.a. eiginkona sviðsstjórans. Það eitt vekur tortryggni.
Svo rekur Ómar tvö dæmi þar sem hann virðist telja að um óeðlilega afgreiðslu verkefna sé að ræða en gefið er í skyn að eiginkona sviðsstjórans hafi fengið verkefnin. Aðstoðaryfirlögregluþjóninum virðist að fámenn klíka fái tiltekin verkefni og segist búa yfir sönnunargögnum í formi tölvupósts. Ómar segir svo að lítt stoði fyrir bæjaryfirvöld að svara fyrir hátternið með greinaskrifum, hann lumi á svo mörgum dæmum.
Í greininni kemur einnig fram að Ómari þykja hoppukastalar ekki menningarlegir og eigi ekki heima á menningarsamkomum í bænum. Á Reykjanesskaga séu fjölmargar minjar um búsetu- og menningarsögu og virðing þeirra og minning eigi ekkert skylt við hoppukastala.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 17:48
Hvað um íbúalýðræðið?
Skipulagsbreyting er prúðmannlegt orð yfir stækkun.
Það er búið að fella stækkun álversins Í Straumsvík í íbúakosningu.
Í samþykktum bæjarfélagsins er gert ráð fyrir íbúakosningu um öll stór mál.
Stækkun álvers inni í bænum er stórmál.
Hversu oft ætli íbúar þurfi að kjósa um málið áður en tekið verður mark á vilja þeirra?
Alcan stendur til boða raforka til að gera skipulagsbreytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.11.2007 | 20:49
Hafnarfjörður kaupir til sín leikskólakennara
Sveitarfélög fara ýmsar leiðir til að manna leikskóla sína sem best. Í Hafnarfirði er nú reynt að kaupa með 250.000 króna greiðslu, leikskólakennara sem eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að vinna þar í tvö ár.
Í bréfi sem sent hefur verið leikskólakennaranemum af fræðslustjóranum í Hafnarfirði er þeim boðin styrkur að upp hæð 250.000 krónur ef þeir skuldbindi sig til að vinna í leikskólum Hafnarfjarðar í a.m.k tvö ár að námi loknu, enda ljúki þeir námi í vor.