uno - Hausmynd

uno

Sólveig Péturs taldi þingsystur sína ekki heila á geði

Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur lagt til, eins og frægt er orðið, að starfsheiti ráðherra verði breytt. Ég skrifaði stuttan pistil af því tilefni.

Í kommenti við þann pistil segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fréttir sem einhvertíma rata inn í sögubækur, a.m.k. kvennasögubækur. Hún segir:

"Get ekki stillt mig um að upplýsa hér á þessum miðli að ég skrifaði eigin hendi fyrstu þingsályktunartillögu Kvennalistans um að breyta titlinum ráðherra.  Það var flutt að Guðnýju Guðbjörns og það var mikið hlegið að því.  Ég man að við Guðný hittum Sólveigu Péturs á  kaffistofu alþingis og spurðum hvað henni fyndist. Hún sagði við Guðnýju að hún gæti ekki verið með öllum mjalla."

Að vera ekki með öllum mjalla er að vera ekki heill á geði, klikk.

Seinna varð Sólveig  Dóms- og kirkjumálaráðherra, talin klár kona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Góðar kveðjur í þitt hús.

Halldóra Halldórsdóttir, 25.11.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Bíddu ... hver hefur sagt að Sólveig sé klár kona?

Gísli Hjálmar , 26.11.2007 kl. 18:35

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

Pappalöggan, Gísli.

Hörður Svavarsson, 26.11.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband