uno - Hausmynd

uno

Trúlegt

Össur bloggar um mótmæli Grænfriðunga á Heimsorkuþingi og kemst að þessari niðurstöðu:

"Heima á Íslandi hefði Haraldur Johannessen sennilega verið rekinn fyrir þetta öryggisbrot."

Trúlegt !

  


Hvað um íbúalýðræðið?

Skipulagsbreyting er prúðmannlegt orð yfir stækkun.

Það er búið að fella stækkun álversins Í Straumsvík í íbúakosningu.

Í samþykktum bæjarfélagsins er gert ráð fyrir íbúakosningu um öll stór mál.

Stækkun álvers inni í bænum er stórmál.

Hversu oft ætli íbúar þurfi að kjósa um málið áður en tekið verður mark á vilja þeirra?


mbl.is Alcan stendur til boða raforka til að gera skipulagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Maclantic

Maclantic.com er tveggja ára í dag. Ómetanlegur fréttavefur og spjallvefur fyrir Apple notendur á Íslandi. Einkaframtak áhugamanns. Ómetanlegt.

Málaði bæinn rauðan

 

Prinsessan á heimilinu er þriggja ára. Í sumar smíðaði ég óðalsetur (ekki kofa sko) fyrir hana í garðinum. Sá svo að kúpta vatnsklæðningin sem Byko hafði á 168 króna tilboðsverði í allt sumar var farin að lýsast og viðbúið að kæmi í hana grámi í vetur.

Í dag málaði ég því bæinn rauðan. Liturinn heitir S 1080- Y90R á litaspjaldinu hjá strákunum í nýju Bykobúðinni.
 


Hafnarfjörður kaupir til sín leikskólakennara

 

Sveitarfélög fara ýmsar leiðir til að manna leikskóla sína sem best. Í Hafnarfirði er nú reynt að kaupa með 250.000 króna greiðslu, leikskólakennara sem eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að vinna þar í tvö ár.

Í bréfi sem sent hefur verið leikskólakennaranemum af fræðslustjóranum í Hafnarfirði er þeim boðin styrkur að upp hæð 250.000 krónur ef þeir skuldbindi sig til að vinna í leikskólum Hafnarfjarðar í a.m.k tvö ár að námi loknu, enda ljúki þeir námi í vor.


Slagar í gleðipinnan Dóra

Guðni sjálfur slagar hinsvegar upp í hinn síkáta og skærbrosandi Halldór Ásgrímsson með gleðilátunum sem sjá má á meðfylgjandi mynd.

Guðni


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söluræður

Sé í þeim frísklegu 24 stundum að sagt er í undirfyrirsögn ágætrar umfjöllunar;
“24 stundir fjalla ítarlega um íslenskan samkeppnismarkað”

Einhverntíma, einhversstaðar hefi undirfyrirsögnin, íslenskur samkeppnismarkaður, verið nægjanleg.

En það er komin einhverskonar auglýsandi sjálfshælni úr sjónvarpi inn í prentmiðlana. Það er auðvelt að heyra fyrir sér röddina í Sigmundi Erni ef maður les í hljóði; “Stöð tvö fjalla ítarlega um íslenskan samkeppnismarkað” og þá leggur maður áherslu á ítarlega og teigir það aðeins. Ekta !

Þetta minnir mig á námsgrein sem kennd er öllum aldurshópum í grunnskólanum sem strákurinn minn útskrifaðist úr í vor. Hún heitir Markviss málörvun.

Er ekki bara hroki að kalla kalla námsgreinina sína markvissa eitthvað? Aldrei var hann í Góðri dönsku, Réttri stærðfræði, Skipulögðum íþróttum eða Vandaðri líffræði.

En í ljósi þessarar nýju tísku lýsi ég því yfir að í þessu bloggi mun ég fjalla af skynsemi og innsæi um samfélag og fólk með þeim hætti að aðdáun mun vekja. Stungið verður af fimi og smekkvísi á kýlum sem aðrir hafa ekki snert á með sama hætti. En einnig verður fjallað af næmni og hlýju um persónuleg málefni svo aðrir hafi gagn af.

Selur þetta?


Má vinna undir áhrifum?

Í Bandaríkjunum hafa í langan tíma verið í gildi alríkisreglur um að starfsmenn í flutningaiðnaði gangist undir vímuefnapróf. Sérstaklega þjálfaðir starfsmenn taka prófin sem framkvæmd eru með tilviljunarúrtaki. Þannig mega þeir sem stjórna fólksflutningabílum, lestum og flugvélum sæta því að geta lent í tilviljunarúrtaki og þurfa að láta af hendi þvagsýni til skoðunar.

Sérstök vímuefnapróf eru nú seld í stórmörkuðum og á bensínstöðvum á Íslandi. Aukin spurn er eftir slíkum prófum meðal foreldra og annarra sem koma að uppeldi barna. Vímuefnaprófin kosta frá 1.000 kr. í 1.800 kr. eftir því hversu margar tegundir vímuefna þau mæla í þvagi en hægt er að prófa fyrir kannabis, amfetamíni, metamfetamíni, kókaíni og ópíum-efnum. Þau virka á svipaðan hátt og þungunarpróf, nemanum er stungið í þvag, og ef tvær línur birtast er prófið neikvætt.

New York Times greindi frá því þann 6. október að krufning hefði leitt í ljós að tveir slökkviliðsmenn sem létu lífið í stórbruna nýlega voru undir áhrifum vímuefna. Annar mannanna, Paul Cahil 55 ára, hafði mikið magn alkahóls í líkama sínum þegar hann lést í bruna á kínverskum veitingastað. Félagi hans, Warren Payne, greindist með leifar af kókaíni í líkama sínum við krufningu. Í kjölfarið hafa orðið umræður vestanhafs um að vímuefnapróf á borð við þau sem lögð eru fyrir starfsmenn flutningageirans verði einnig lögð fyrir þá sem starfa við löggæslu og slökkvilið.

Fréttamenn á Íslandi hafa spurt lögreglu á Íslandi út í hvernig þessum málum sé háttað hér. Því var til svarað að vímuefnapróf meðal löggæslumanna hafi stundum verið til umræðu, en engar ákvarðanir teknar og engin stefnumótunarvinna í gangi hvað þetta varðar.

Engin umræða hefur verið um að heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi gangist undir vímuefnapróf. En sjálfsagt er að velta því fyrir sér hvort þjónustuþegar, sem mikið geta átt undir því að þeir sem annast þá hafi ekki skerta dómgreind, megi ekki eiga sanngjarna kröfu um slíkt. Í þessu samhengi má líka hugsa um það hvort heilbrigðisstarfsmenn sem koma að meðferð áfengis- og annarra vímuefnaneytenda eigi ekki að ganga á undan með góðu fordæmi.

Kannski er einmitt sérstök þörf á því að heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við meðferð gangist undir svona próf með reglubundnum hætti því margir sem sækja sér menntun á þessu sviði hafa á árum áður verið greindir með áfengissýki eða aðra vímuefnafíkn. Fíknsjúkdómar hafa eins og aðrir krónískir og langvinnir sjúkdómar tilhneigingu til að láta aftur á sér kræla.

 

Pistillinn var skrifaður fyrir far.is 29.10.07 


Stækkun í Straumsvík aftur á dagskrá?

 

"Friðrik segir að þessi ákvörðun útiloki ekki, að raforku verði ráðstafað til stækkunar álvera sem fyrir eru."

Er Landsvirkjun að búa til þrýsting á að stækkun í Hafnarfyrði, sem við kusum gegn,  verði aftur sett á dagskrá?


mbl.is Friðrik: Skylt að þjóna þeim álverum sem fyrir eru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðkunnir fréttamenn eða bloggarar úr einhverjum röðum

Ég skrifaði hér um það þegar sjónvarpsfréttastofa gerði lítið úr ritstjóra Eyjunnar með því að kalla hann bloggara úr röðum Framsóknar. Í kjölfarið rifjaðist upp fjörgamalt viðtal við Magnús Bjarnfreðsson fréttamann.

Magnús sagði eitthvað á þá leið að þegar menn væri sammála því sem hann skrifaði vitnuðu þeir til ummæla hans með formálanum “Hinn góðkunni fréttamaður Magnús Bjarnfreðsson segir.....”

Þegar menn voru ósammála honum kölluðu þeir hann einfaldlega: “Leigupenna Framsóknar”

 

Breiðavíkurdrengir - styðjum þá - núna

Allir sem ég hef hitt og hafa séð  kvikmyndina  Syndir  feðrana eru slegnir  óhug.  Allir eru sammála um  að svona megi aldrei gerast aftur.

Sannleikurinn um drengjaheimilið skók íslenskt samfélag fyrir skemmstu eftir að hafa verið opinbert leyndarmál í áratugi. Páll Rúnar Elíson var tíu ára þegar hann var sendur ásamt bróður sínum vestur á Breiðavík og Þar dvaldi hann um þriggja og hálfs árs skeið.

Á meðan á dvölinni stóð sætti hann margs konar ógnum, vinnuþrælkun, barsmíðum og kynferðislegri misnotkun. Um leið var hann sviptur skipulegri skólagöngu og eðlilegum samvistum við foreldra og fjölskyldu.
 BrvDrengir


Næstkomandi föstudag, þann 9. nóvember, klukkan 20 mun fara fram kynning á bókinni Breiðuvíkurdrengirnir og heimildarmyndinni Syndir Feðranna í Von húsi SÁÁ við Efstaleiti. Þarna er á ferðinni annars vegar bók sem byggð er á reynslu eins drengjanna sem dvaldi í Breiðuvík og hins vegar heimildarmynd um staðinn og þá sem dvöldust þar.

Við getum sýnt Breiðavíkurdrengjum stuðning í verki með því að mæta og kynna okkur málefnið og þannig orðið hæfari til að hindra að svona ósköp endurtaki sig.

Það minnsta sem þú getur gert núna – er að láta fréttina um þessa samkomu berast.

 

Og vel að merkja; aðgangur er ókeypis. 

 


Ekki góðar tvíbökur Guðlaugur

Til stendur að skera upp heilbrigðiskerfið á Íslandi.“Fyrirkomulagið mun virka þannig að innkaupastofnunin, eða Sjúkratryggingarnar, munu kaupa tiltekinn fjölda aðgerða af heilbrigðisstofnunum og semja um greiðslur.” Segir Fréttablaðið í dag og hefur eftir ráðherra heilbrigðis.

Við höfum vísir að svona fyrirkomulagi. Vímuefnameðferð hefur verið einkarekin heilbrigðisstarfsemi í áratugi. Ríkið sem hefur þá lagalegu skyldu að veita þjónustuna, kaupir hana af SÁÁ. Hvernig virkar það?

Nú óskar ríkið eftir því að kaupa viðhaldsmeðferð fyrir 25 ópíumfíkla. Sjúklingarnir eru tvöfalt fleiri. Hvaða 25 sjúklinga á að velja til að veita áframhaldandi meðferð? Hvað á að gera við hina 25 sem fá ekki lyfin sín áfram. Hver ætlar að velja úr hópnum? Hvernig á að velja þá sem fá þessa lögboðnu heilbrigðisþjónustu?

Viðhaldsmeðferð við ópíumfíkn sparar samfélaginu stórkostlegar upphæðir, um það vitna rannsóknir. Viðkomum á bráðamóttökur fækkar, glæpum fækkar stórlega og álag á löggæslu verður minna. Á það er ekki horft, heldur eingöngu kostnað við meðferðina.

Ef að þetta er vísirinn að því kerfi sem koma skal, þá verður kerfið  hér eins og í Ameríku þar sem tryggingafélög deila og drottna. Eini munurinn verður sá að hér verður eitt risavaxið ríkisrekið sjúkratryggingafélag.

Hvað ef Sjúkratryggingar (ehf?) kaupa 100 mjaðmakúluskiptiaðgerðir en þeir sem þurfa nýja mjaðmaliði verða 110? Hvað eru menn að pæla? Eða er verið að pæla?

Er fjármálaráðherra kommúnisti?

 Svona er sagt frá fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna:

“Fjármálaráðherra kom upp og hélt ræðu sem efnislega var á þá leið að sveitarfélögin hefðu nægar tekjur, útgjöldin væru vandinn og blés svo út af borðinu allar hugmyndir um hlutdeild sveitarfélaga í fjármagnstekjuskattinum.”


Afhverju þarf ráðherrann ekki að skýra hvað er óheppilegt við að sveitarfélög fái hlutdeild í þessum skatttekjum frá íbúum sínum.

Ég bý í bæjarfélagi þar sem mikill áhugi er fyrir því að leikskólar verði ókeypis eins og önnur skólastig. Það er ekki hægt af því tekjustofnar sveitafélaga leifa það ekki, en á sama tíma þrútnar ríkissjóður út sem aldrei fyrr.

Sá háttur fjármálaráðherra að vísa stöðugt í jöfnunarsjóð sveitarfélaga ber vott um sósíalíska hugsun.

Það má lesa um það í bloggi Gríms Atlasonar hvaða ógöngum menn lenda í þegar þeir reyna að útbýta réttlæti með heimatilbúnum reglum í gegnum jöfnunarsjóð.


Dópskútuböst hefur lítil áhrif

Tuttugasta september var lagt hald á gífurlegt magn örvandi efna, amfetamín og E-pillur, um borð í skútu á Fáskrúðsfirði.

 

Mánaðarlega kannar SÁÁ meðal sjúklinga sinna verð á ólöglegum vímuefnum á markaði hérlendis.

 

Tölur fyrir fyrsta heila mánuðinn eftir að skútudópið var tekið voru birtar í morgun. Þá kom í ljós að haldlagning allra þessara efna hefur haft lítil áhrif á verð á markaði.

 

Ef skoðar er meðalver seinustu þriggja mánaða áður en málið í Fáskrúðsfirði kom upp kemur í ljós að verð á amfetamíni hefur hækkað um 9% en verð á E-pillum hefur lækkað um 16%.

 

Fyrirsögnin “Fáskrúðsfjarðarskúta skekur markaðinn” á vef SÁÁ er því villandi. En spennandi verður að sjá áhrifin til lengri tíma litið.


Hafnarfjörður City gegn áfengi í matvörubúðir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti í morgun ályktun gegn frumvarpi um áfengi í matvörubúðir og beinir því til bæjarstjórnar að gera slíkt hið sama. Ályktunin sem er nokkuð samhljóða ályktun Velferðarráðs Reykvíkur er svo hljóðandi:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki síst meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegra og heilsufarslegra vandamála.Þetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt eftir að náðst hefur mikilvægur árangur í forvörnum gegn notkun áfengis og annarra vímuefna, með markvissri vinnu í Hafnarfirði og víðar.  Einnig er vakin athygli á að ekki hefur verið leitað formlegrar umsagnar þeirra aðila sem skv. frumvarpinu munu bera ábyrgð á framkvæmdinni."

Nú verður spennandi að sjá hvort átök verði á bæjarstjórnarfundi á morgun í Hafnarfyrði. Ætli frjálshyggjan taki völdin þar?


Allir á einu máli?


Allar stofnanir, sveitarfélög og fagfélög sem álykta um frumvarp um vín í matvöruverslanir eru á einu máli. Það er óhæfa að setja áfengi inn í matvörubúðir.

Undantekningin gæti þó verið Félag stórkaupmanna, sem merkilegt nokk, var eini aðilinn sem var þess heiðurs aðnjótandi að hafa samið fylgiskjöl inn í greinargerð með frumvarpinu.

Skrítið.


mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjórar úr röðum Sjálfstæðisflokksins


Pétur gunnarsson er ósáttur við að Fréttastofa sjónvarpsins vitni til skrifa hans með formála um að hann sé bloggari úr röðum Framsóknarmanna.

“En man einhver eftir að fjallað sé t.d. um leiðara Styrmis Gunnarssonar, Þorsteins Pálssonar eða Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra þriggja stærstu dagblaða landsins, sem reyndar eru allir þekktir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins og sérstakir trúnaðarmenn þess flokks, sem skrif “ritstjóra úr röðum Sjálfstæðisflokksins.”

Ég minnist þess ekki - en kannski er fyllsta ástæða til. Það hefur nefnilega komið afskaplega skýrt í ljós undanfarnar vikur að þremur útbreiddustu dagblöðum landsins er ritstýrt af silkihúfum í Sjálfstæðisflokknum sem líta á það sem hlutverk sitt að undirstrika málflutning sjálfstæðismanna í deilum innan borgarstjórnar Reykjavíkur og útdeila þeim smjörklípum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað útdeila á andstæðinga sína - án þess að gera því nokkur skil að Sjálfstæðisflokkurinn titraði og nötraði vegna innanflokksátaka.”

Það er auðvelt að skilja afstöðu Péturs sem skrifar á eyjan.is og er raunar ritstjóri þar.


Margir úti að aka úti að aka


“Ég get alveg tekið undir það sjónarmið að það eru auðvitað fólgin vandamál í áfengisneyslu en það eru vandamál, fyrst og fremst þeirra, sem gerast SEKIR um ofneyslu.”
Sagði Sigurður Kári í Kastljósi 16.10.2007.

“Áfengi skapar líka vanda hjá öðrum en þeim sem það drekka. Sterkustu rökin fyrir afskiptum ríkisvaldsins á sölu áfengis eru til að mynda sterk tengsl eru milli áfengisneyslu og ofbeldis og að neyslan hefur áhrif á aðra en neytandann sjálfan, eins og með akstri undir áhrifum áfengis og slysin sem því fylgja.”
Sagði Robin Room, heimsþekktur fræðimaður í sama Kastljósi og Sigurður Kári var í.

“Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, fimm á laugardag, sjö á sunnudag og einn í fyrrinótt.
Þá voru fjórir karlar, 17-24 ára, og ein kona, 29 ára, tekin fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.”
Segir Lögreglan á vef sínum í dag.

Sá sem skilur ekki að neysla áfengis hefur líka áhrif á aðra en þá sem drekka er úti að aka,
þó hann sé kannski ekki drukkinn.


Sammála síðasta ræðumanni...

Guðmundur Rúnar borgarfulltrúi í Hafnarfjörður City segist vera ánægður með;

"....frumvarp um breytingar á eftirlaunaólögunum sem voru samþykkt rétt fyrir jól 2003. Næstum allir hafa verið tilbúnir til að segja að þetta hafi verið óverjandi della, en einhvern veginn hefur enginn haft mannskap í sér til að gera neitt í málinu - fyrr en nú...."

Og;

"Oft hefur Alþingi samþykkt vond lög. Þó svo þessi lög séu ekki þess eðlis að þau ríði ríkissjóði á slig, þá eru þau vond að því leyti að með þeim voru rofin grið í íslensku þjóðfélagi. Þingmenn - þeir sem guldu þeim stuðning sinn - sögðu við þjóðina: Við erum betri og merkilegri en þið! Við eigum meira og betra skilið en þið!"

Mikið er ég sammála.


Sjúklegt sístem


Hvað er hægt að segja um samfélag sem gerir ekki ráð fyrir börnum dögum saman á hverju ári?

Kannski þarf að taka það upp í kröfugerð næstu kjarasamninga, að foreldrar fái frí í sinni vinnu þegar starfsdagar, skipulagsdagar og vetrarfrí ríkja í leikskólum og grunnskólum.

Óhagræðið af núverandi fyrirkomulagi er augljóst, ábatinn ekki. Er rétt að börn og foreldrar gjaldi fyrir þetta sístem?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband