uno - Hausmynd

uno

Söluræður

Sé í þeim frísklegu 24 stundum að sagt er í undirfyrirsögn ágætrar umfjöllunar;
“24 stundir fjalla ítarlega um íslenskan samkeppnismarkað”

Einhverntíma, einhversstaðar hefi undirfyrirsögnin, íslenskur samkeppnismarkaður, verið nægjanleg.

En það er komin einhverskonar auglýsandi sjálfshælni úr sjónvarpi inn í prentmiðlana. Það er auðvelt að heyra fyrir sér röddina í Sigmundi Erni ef maður les í hljóði; “Stöð tvö fjalla ítarlega um íslenskan samkeppnismarkað” og þá leggur maður áherslu á ítarlega og teigir það aðeins. Ekta !

Þetta minnir mig á námsgrein sem kennd er öllum aldurshópum í grunnskólanum sem strákurinn minn útskrifaðist úr í vor. Hún heitir Markviss málörvun.

Er ekki bara hroki að kalla kalla námsgreinina sína markvissa eitthvað? Aldrei var hann í Góðri dönsku, Réttri stærðfræði, Skipulögðum íþróttum eða Vandaðri líffræði.

En í ljósi þessarar nýju tísku lýsi ég því yfir að í þessu bloggi mun ég fjalla af skynsemi og innsæi um samfélag og fólk með þeim hætti að aðdáun mun vekja. Stungið verður af fimi og smekkvísi á kýlum sem aðrir hafa ekki snert á með sama hætti. En einnig verður fjallað af næmni og hlýju um persónuleg málefni svo aðrir hafi gagn af.

Selur þetta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Það er gott í svona tilvikum að prófa að setja upp andstæðu þess sem sagt er: Þá kennum við ómarkvissa málörvun.

Ef andstæðan er bull, er það sem sagt er líklega bull. Þetta er ekki óbrigðult en hefur reynst ágætlega.

Sveinn Ólafsson, 11.11.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Takk fyrir þessa ábendingu Sveinn.

Hörður Svavarsson, 11.11.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband