20.12.2007 | 00:23
Í bláum skugga
Á mánudag var Jón Karl Ólafsson í Kastljósi sjónvarpsins í tilefni af því að hann var að láta af starfi forstjóra Æslander. Ég hef lítinn áhuga á málefnum félagsins en datt í að horfa á viðtalið sem kom sérdeilis vel út fyrir Jón Karl. Hann var ákaflega fágaður og yfirvegaður í framkomu án þess að virðast yfirborðskenndur eða kuldalegur. Það er sjaldgæft að sjá menn koma svona vel fyrir í sjónvarpi og augljóst það verður fengur í (eða að) Jóni á nýjum vinnustað.
Í kvöld var almannatengill í Kastljósi að gagnrýna að seld skuli 60 sekúndna auglýsing í Áramótaskaupið. Það var fyndið.
Það hljómaði eins og skaupið væri byrjað þegar því var haldið fram Skaupið væri háheilög stund. Ég er nú ekki sérlega trúaður en hugmyndir mínar um hvað er háheilagt eru af nokkrum öðrum toga en þær sem ég hef um skaupið.
Almannatengillinn hafði mörg önnur orð um sölu á þessari mínútu auglýsingu:
"...hreint út sagt fáránlegt.."
"...peningaplokkarar á vegum ríkisútvarpsins troða inn auglýsingu í sextíu sekúndur er fáránlegt..."
"...það eru líka siðferðisleg mörk, er ekki spurning um hve mikið af auglýsingafeni er hægt að troða oní kokið á landsmönnum á þessum degi..."
"...að bítast um auglýsingatekjur og vera blóðugir upp fyrir axlir að hirða peninga af einkaaðilum..."
"...að seilast oní vasa auglýsenda..."
"...mér finnst óeðlilegt að sé verið að breyta þessu..."
Það kann að vera nauðsynlegt fyrir álbræðslur eða einhverjar mengandi stóriðjur að hafa almannatengil á sínum snærum. Það er örugglega gagnlegt fyrir svoleiðis bíssness. En mikið var kindugt að hlusta á mann úr þessum geira mótmæla því að fram færu viðskipti á auglýsingamarkaði.
Það var hin besta skemmtun á horfa á bæði þessi Kastljós.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Missti af Kastljósi en gleðileg jól ágæti bloggvinur
Valgerður Halldórsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.