21.12.2007 | 23:28
Ég pissa á þessa Pisa könnun
Það hafa margir lýst yfir áhyggjum vegna niðurstöðu íslenskra nemenda í Pisakönnuninni sem birt var í byrjun mánaðarins. Það er engin ástæða til þess.
Í fyrsta lagi er ekkert slæmt að vera fyrir miðju í svona samanburðarkönnun.
Í öðru lagi eru ekki sambærilegir hópar að taka þátt í könnuninni milli landa. Á Íslandi er einungis 1% nemenda í sérskólum eða sérdeildum. Í Finnlandi, þar sem nemendum gekk best, er hlutfallið sjöfalt hærra. 7% finnskra barna eru í sérskólum eða sérdeildum og tóku því ekki þátt í prófinu.
Í þriðja lagi gengur bara þokkalega á Íslandi.
Hvergi er betra að búa en á Íslandi
Íslendingar eru langlífari en aðrir
Íslendingar eru hamingjusamari en aðrar þjóðir
Ekki ímynda menn sér að útrás um heim allan í atvinnurekstri og sköpun sé vegna þess að menntunarstig hér sé svo lágt. Halda menn að Björk, Amina og Sigurrós væru betri ef þau hefði skorað hærra í Pisakönnun?
Við eigum ekki að horfa til Finna sem fyrirmyndar í menntamálum, þó sjálfsagt sé að setja standardinn hátt og efla kennaramenntun og lengja.
Kennsla í Finnskum skólum er staglkennd og alþjóðlegar kannanir hafa sýnt að hvergi líður börnum verr í skóla en í Finnska skólakerfinu.
Ég pissa auðvitað ekkert á þessa könnun en Halla vinkona mín sagði að ég væri oft svo formlegur í þessu bloggi að hún hefði ekki kjark til að kommenta. Fyrirsögnin var gerð með þá athugasemd í huga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Facebook
Athugasemdir
ánægð með þig!
strax og ég sá fyrirsögnina þá fékk ég áhuga!
hvað það segir um mig.... er ekki til umræðu!
Halla (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.