5.12.2007 | 22:27
Hvað er svo glatt...
Mér er sagt að könnun um áfengisneyslu og aðra vímuefnaneyslu nemenda Menntaskólans við Hamarhlíð hafi verið í fréttum. Mér er líka sagt frá því að skólameistari segi könnunina óábyggilega og gefi ranga mynd.
Seinasta fimmtudag söng kór Menntaskólans við Hamrahlíð með Sinfóníuhljómsveit Ísland á tónleikum sveitarinnar í Háskólabíói. Mikil list.
Að tónleikum loknum var öllum listamönnum og heiðursgestum boðið í mikið hóf á Hótel Sögu þar sem áfengi var fyrir hvern og einn eins og hver og einn vildi. Gott og vel tónlistarmenn mega drekka þó þeir spili á kostnað skattborgara. Engan púritanahátt Hörður! En í kór menntaskólans eru börn niður í sextán ára að aldri.
Spurning hvort þetta ákvæði úr reglum M.H. eigi líka við um kórferðir og listviðburði á hans vegum.
"Í skólanum er óheimilt að hafa um hönd áfengi eða önnur vímuvaldandi efni eða að vera undir áhrifum þeirra. Ákvæði þetta nær einnig til námsferða á vegum skólans."
Fyrirsögnin á þessu bloggi hefði kannski átt að vera; Drukkin börn í boði Sinfó
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.