uno - Hausmynd

uno

Heilbrigð sál...

 

Þær eru ágætir vinir fjölskyldunnar hér, tvær níu og ellefu ára systur í Setbergshverfinu, sem æfa íþróttir hjá Haukum. Ég man ekki hvort það er handbolti, fótbolti eða einhver annar bolti. Enda skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli í þessari frásögn eru áhrifin sem þjálfarinn hefur haft á þær systur. Í tvö ár hafa þær ekki drukki kók né aðra gosdrykki vegna þess að fyrirmyndin þeirra, þjálfarinn með eldmóðinn, segist ekki gera það og það sé verulega óholt.

Það er sagt frá þessu hér í samhengi við blogg um togstreituna um hvort áfengi eigi að vera innan dyra í íþróttahúsum. Og það er líka sagt frá þessu í samhengi við blogg frá í gær um að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sé á móti frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum, að einum bæjarfulltrúa undanskyldum.

Nú hefur mér verið bent á að bæjarfulltrúinn, Rósa Guðbjartsdóttir, sem svo gjarnan vill að vímuefni verði selt í matvörubúðum sé  einnig formaður  Knattspyrnudeildar íþróttafélagsins Hauka. Sá sem benti mér á þetta hafði það á orði að; "Bæjarfulltrúar þurfa stundum að hafa í huga hlutverk sín á öðrum vettvangi" Það er spurning hvort Rósa gerði það á seinasta bæjarstjórnarfundi og talað máli fótboltadeildar Hauka eða hvort málflutningur hennar þar var þvert á hagsmuni hinnar göfugu íþróttahreyfingar.

Fyrirsögnin hér gæti auðvita verið Formaður knattspyrnudeildar Hauka vill selja áfengi í matvöruverslunum. Þannig yrði bloggið jafnvel fréttnæmt. Mér finnst þó skemmtilegra að vísa til sálarinnar sem eitt sinn var í hraustum líkama íþróttahreyfingarinnar. 

Vonandi halda systurnar úr Setberginu áfram að hafa jafn frábærar fyrirmyndir hjá Haukum og unga konan með eldmóðinn, sem þjálfar þær núna, er þeim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Svavarsson

Já takk fyrir þetta Árni og góðar kveðjur sömuleiðis.

Hörður Svavarsson, 30.11.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband