uno - Hausmynd

uno

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sammála síðasta ræðumanni...

Guðmundur Rúnar borgarfulltrúi í Hafnarfjörður City segist vera ánægður með;

"....frumvarp um breytingar á eftirlaunaólögunum sem voru samþykkt rétt fyrir jól 2003. Næstum allir hafa verið tilbúnir til að segja að þetta hafi verið óverjandi della, en einhvern veginn hefur enginn haft mannskap í sér til að gera neitt í málinu - fyrr en nú...."

Og;

"Oft hefur Alþingi samþykkt vond lög. Þó svo þessi lög séu ekki þess eðlis að þau ríði ríkissjóði á slig, þá eru þau vond að því leyti að með þeim voru rofin grið í íslensku þjóðfélagi. Þingmenn - þeir sem guldu þeim stuðning sinn - sögðu við þjóðina: Við erum betri og merkilegri en þið! Við eigum meira og betra skilið en þið!"

Mikið er ég sammála.


Sjúklegt sístem


Hvað er hægt að segja um samfélag sem gerir ekki ráð fyrir börnum dögum saman á hverju ári?

Kannski þarf að taka það upp í kröfugerð næstu kjarasamninga, að foreldrar fái frí í sinni vinnu þegar starfsdagar, skipulagsdagar og vetrarfrí ríkja í leikskólum og grunnskólum.

Óhagræðið af núverandi fyrirkomulagi er augljóst, ábatinn ekki. Er rétt að börn og foreldrar gjaldi fyrir þetta sístem?


Hver er maðurinn?


Ari Matthíasson framkvæmdastjóri skrifar svo á umræðuvef SÁÁ;

"Einn prófessor við Háskóla Íslands skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 2. nóvember og segir m.a.: "Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutningsmenn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum."

Með þessum ummælum er hann að kalla landlækni, lýðheilsustöð, biskupinn, áfengisráðgjafa, áhugafólk um áfeng- og vímuefnavandann, lækna, ritstjóra Morgunblaðsins, ungmennahreyfinguna og fjölmarga hugsandi menn öskrandi úrtölumenn.

Prófessorinn segir ennfremur:
"Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það?"

Það ber vott um hrópandi fordóma, vanþekkingu á eðli alkóhólisma og almenna mannfyrirlitningu að telja að alkóhólistar velji það að fara beina leið til helvítis og noti til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Prófessorinn slæst þarna með ummælum sínum í hóp afhommarans Alan Chambers, sem hingað kom til að afhomma landann á vegum Hvítasunnumanna og sagði við það tækifæri að trú sín væri að alkóhólistar myndu brenna í víti.

Þarna eru prófessorinn og afhommarinn væntanlega að vísa til þess að alkóhólismi sé synd og með því að hafna nútíma læknavísindum. Og svo er verið að saka þá sem taka til varna fyrir alkóhólista um að vera ofstækismenn!"

Merkilegt.
Hver er þessi prófessor?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband