uno - Hausmynd

uno

Mistök

 

"Ég gerði mistök í Rei málinu" sagði Vilhjálmur Þ. í Kastljósi fyrir stuttu.  "Ég vann það of hratt og hef beðist afsökunar á þessum mistökum"

Vissir þú að Margrét myndi ekki fylgja Ólafi að málum og ekki styðja nýjan meirihluta, spurði Sigmundur. 

 Nei Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vissi það nú ekki, enda gerðist þetta allt mjög hratt í gær.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

ég hjó einmitt eftir þessu.

María Kristjánsdóttir, 22.1.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Já þetta var merkilegt Kastljós og þess verður örugglega lengi minnst og upptökurnar dregnar fram áratugum saman í stjórnmálafræðikúrsum framtíðarinnar. Það er eiginlega nauðsynlegt að horfa á þetta aftur, bæði Villa og Dag.

Hörður Svavarsson, 22.1.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Sveinn Ólafsson

Þessi stjórnmálaskóli sem nefndur er borgarstjórn Reykjavíkur er ansi lærdómsríkur.

Sem betur fer fyrir Hödda og aðra Hafnfirðinga, og ver og miður fyrir okkur Reykvíkinga þarf að borga nemendunum fyrir að læra hvernig eigi að mynda meirihluta. Sumir fá góðar fúlgur til þess úr ýmsum áttum.

Nýjasti meirihlutinn með 7 og hálfan mann á móti 7,5 þýðir að krafan verður um aðeins 3 borgarfulltrúa næst. Þá er alltaf einn skilinn útundan og það þýðir öruggan meirihluta. 

Sveinn Ólafsson, 22.1.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

... ég var farinn að finna til með ræfils kallinum. Mér fannst hann eitthvað svo aumkunarverður og umkomulaus þarna í Kastljósþættinum í kvöld.

Ég efa ekki að Vilhjálmur er hinn mætasti maður og allt það, en það er hreinlega ekki hægt að láta bjóða sér svona pólitík - það er að segja ef það er hægt að kalla þetta pólitík.

Gísli Hjálmar , 22.1.2008 kl. 21:11

5 Smámynd: Hörður Svavarsson

Úr því ég er kallaður Höddi hér;

Svenni, þú er skemmtilegur penni. 

Hörður Svavarsson, 22.1.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband