5.1.2008 | 12:12
H E L G I S P J Ö L L !
Hér hefur allt verið í lamasessi síðan seint á gamlárskvöld
Húsmóðirin hefur ekki farið undan sæng. Þau fáu skipti hún opnar augun stynur hún upp Ó Guð minn góður.. Guð minn góður.. Hvernig gátu þeir gert þetta?
Litla barnið labbar um ganga, vannært og illa hirt, horfir út í fjarlægt tóm og segir í sífellu Auling, auling
Unglingurinn hefur ekki látið sjá sig.
Sjálfur er ég nánast of máttfarinn til að pára þessi orð, en þetta kann að verða það síðasta sem fréttist af okkur áður en við gefumst endanlega upp.
Hvernig gátu þeir fengið þetta af sér? Hver ber ábyrgð á þessu?
Hvernig datt þeim í hug að setja auglýsingu í sextíu sekúndur inn í Skaupið?
Og nú á að endursýna þetta.!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
Athugasemdir
LOL
þú ert súr.
en fyndinn!
gleðilegt allt.
ár, jól og allt það.
Halla (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 12:49
Þú ert alltof flókinn Höddi ...
Gísli Hjálmar , 5.1.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.