10.12.2007 | 20:58
Beðið eftir móttöku á Bráðamóttöku
Við bráðnauðsynlegar jólatiltektir skarst hann Halli á fingri í gær. Þetta var djúpur skurður og fannst bæði honum og fjölskyldu hans ástæða til að hann skryppi út á Slysó og léti rimpa þessu svöðusári saman.
Á Bráðamóttökunni sagði vinsamleg kona bak við gler að hægt yrði að taka á móti honum eftir um það bil fjóra klukkutíma.
Það er örugglega mismikið að gera á Bráðamóttökunni og einhver forgangsröð á verkum. En fjögurra tíma bið á Bráðamóttöku fyrir fjölda fólks segir manni annaðhvort að biðstofan sé full af fólki sem ætti að vera einhversstaðar annarsstaðar, eða að Bráðamóttakan er of lítil og undirmönnuð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.