uno - Hausmynd

uno

Húsasmiðjan/Blómaval sendir frá sér yfirlýsingu

Magnús Magnússon markaðsstjóri Húsasmiðjunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kynningar á áfengi í versluninni sem ég bloggaði um hér á undan. Þar segir meðal annars:

"Við sem komum að rekstri Blómavals erum hreinlega miður okkar yfir þessu atviki og einsog ég hef sagt munum við endurskoða Konukvöldin okkar með hliðsjón að þessu og læra af reynslunni. Við gerum okkur vel grein fyrir því hve alvarlegt málið er og munum gera okkar besta til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum ekki leyfa kynningar á áfengum vörum aftur á uppákomum sem þessum þar sem börn eða fólk undir lögaldri hefur aðgang."


Þetta er gott hjá Magnúsi. það er hinsvegar umhugsunarefni hvaða stemming ríkir í samfélaginu gagnvart þessu vímuefni. Fyrir skömmu mátti lesa fréttir frá Englandi um að áfengi sem nú er hægt að kaupa þar í matvöruverslunum væri stórlega niðurgreitt til að fá kúnna til að gera innkaup í viðkomandi verslunum. Vandi vegna áfengisneyslu hefur vaxið gríðarlega í Bretlandi síðan lögum um sölu áfengis var breytt.

Jarðvegur fyrir þessa þróun virðist vera góður á Íslandi. Í dag var mér boðið á bókarkynningu. Í boðsbréfinu segir meðal annars:

"Með bókinni fylgir einn El Grillo bjór þannig að óhætt er að segja að þarna sé loksins komin bók með bjórbragði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Leiðinleg þróun! 

Ég fór hinsvegar í skemmtilegt útgáfuteiti hjá Sölku á föstudaginn í tilefni dagbókarinnar "Konur eiga orðið allan ársins hring" en höfundar hennar eru 64 konur!  það þurfti ekki að hvetja einn eða neinn með bjórauglýsingu til að mæta! Það skemmdi hinsvegar ekkert fyrir að sötra ónafngreint rauðvín á meðan dvölinni stóð.

Valgerður Halldórsdóttir, 9.12.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband