uno - Hausmynd

uno

Bús í Húsó fyrir börn að djúsa

Þættinum hefur borist bréf.

 "Þú bloggar um áfengi handa börnum Hörður. Í gærkveldi átti ég erindi í Húsasmiðjuna ásamt 10 ára syni mínum og vini hans.

Meðan ég skoðaði jólaseríur af innlifun röltu þeir félagar um búðina í leit að einhverju sem þeim fannst áhugaverðara.

Þegar ég fann þá aftur stóðu vinirnir, tíu ára gamlir, með plastglös í höndum og drukki Breezer í boði Húsasmiðjunnar.

10636Ég er gáttaður og nánast orðlaus. Ekki er einasta óeðlilegt og ósmekklegt að verkfærabúð kynni áfengi það er líka ólöglegt. Þar fyrir utan stappar það nærri brjálæði að gefa 10 ára börnum það. Auk þess er ég sannfærður um að þær ungu stúlkur sem afhentu Breezer, hverjum sem hafa vildi, eru ekki orðnar tvítugar."

 

Svo mörg voru þau orð. Það getur hver sem er Googlað eftir lagabókstafnum um hvort þetta athæfi Húsasmiðjunnar er heimilt. Um siðferði og þankagang markaðsfólks í þessu kompaníi er ekki hægt að Googla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ég sendi Húsasmiðjunni fyrirspurn um þetta af heimasíðu þeirra.

Sendi þér línu ef þeir svara! 

Soffía Sigurðardóttir, 6.12.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Gott hjá þér Soffía. Ég hef að sjálfsögðu fengið sannleiksgildi þessarar fréttar staðfest.

Hörður Svavarsson, 6.12.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Orðlaus  Ég get nú ekki betur séð en að tilefni sé til upplýsa yfirvöld um málið.

Valgerður Halldórsdóttir, 6.12.2007 kl. 23:14

4 Smámynd: Hörður Svavarsson

Sammála þér Valgerður og trúi því að það hafi verið gert.

Hörður Svavarsson, 6.12.2007 kl. 23:21

5 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Hef fengið svar frá Húsasmiðjunni/Blómaval og sett það á bloggið mitt.

Soffía Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 12:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband