28.11.2007 | 16:42
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill ekki áfengi í matvörubúðir
Bæjarstjórn hafnarfjarðar fjallaði í gær um það fræga frumvarp Sigurðar Kára og félaga að selja megi áfengi í matvöruverslunum. Niðurstaðan umfjöllunarinnar var svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki síst meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegra og heilsufarslegra vandamála.
Þetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt eftir að náðst hefur mikilvægur árangur í forvörnum gegn notkun áfengis og annarra vímuefna, með markvissri vinnu í Hafnarfirði og víðar.
Einnig er vakin athygli á að ekki hefur verið leitað formlegrar umsagnar þeirra aðila sem skv. frumvarpinu munu bera ábyrgð á framkvæmdinni."
Mikil umræða varð á fundi bæjarstjórnarinnar um málið og eini bæjarfulltrúinn sem vill fá áfengi inn í matvörubúðir greiddi á endanum atkvæði á skjön við alla aðra bæjarfulltrúa. Það var Rósa Guðbjartsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Facebook
Athugasemdir
Mínir menn! Rósa?... helblá?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 16:49
Það er þá hægt að treysta á Kratagreyin
Hans Magnússon (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 17:41
Það væri synd að segja að menn væru sammála í Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar - þeir eiga þrjá bæjarfulltrúa og einn sat hjá, annar greiddi atkvæði með og sá þriðji á móti. Þetta skýrir líklega ástæðu þess að hús Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er kallað "Líkhúsið"
Valgerður Halldórsdóttir, 6.12.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.