uno - Hausmynd

uno

Saklausir sviðsstjórar hlæja að yfirlöggu

Bloggaði hér um að aðstoðaryfirlögregluþjónninn Ómar Smári sakaði sviðstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ um spillingu í seinasta Fjarðarpósti.

Í blaðinu sem kemur út í dag er þessum ásökunum svarað í tveimur greinum annarsvegar svara Björn Pétursson, bæjarminjavörður og Marín Hrafnsdóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Ómari á málefnalegan hátt. Hinsvegar skrifar Bjarki Pétursson, sem er sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðar grein sem er ekki síður málefnaleg en jafnframt nokkuð hæðin.

Bjarki skrifar m.a: “Ómar segir orðrétt: „Menningarmálafulltrúinn er daglega undir sviðsstjóra byggingar- og skipulagssviðs.“ - Hér verð ég að valda honum vonbrigðum, því sú mæta kona hefur aldrei undir mér verið, hvorki stjórnsýslulega né á annan hátt.”

Eftir þessi svör má búast við einhverjum tilskrifum frá aðstoðaryfirlögregluþjóninum Ómari Smára en í upphaflegri grein sinni segir hann: “Eflaust mun einhver verða sendur fram á ritvöllinn af hálfu bæjaryfirvalda til andsvara, en það mun litlu breyta. Dæmin eru svo mörg að í hvert sinn, sem einhver tjáir sig, verður ávallt hægt að svara með nýjum.”

Við bíðum því spennt eftir framvindu meintrar spillingarmála í Hafnarfirði og þeirri stóru spurningu sem enn er ósvarað. Hvað með hina ómenningarlegu hoppukastala?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég neita því ekki að ég er ofurspenntur eftir því hvað gerist næst í þessari "ritdeilu", enda örugglega sjálfur dauðsekur í þessari spillingu allri.

Guðmundur Rúnar

Guðmundur Rúnar Árnason (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband