19.11.2007 | 23:23
Er Sigurður Kári á móti öllu?
Auðvita eru ekki allir sammála um hvort leggja eigi línur um hvenær megi auglýsa óhollustu og hvenær ekki. Sigurður Kári þingmaður er á móti því að slíkar línur verði lagðar.
Hvernig er það með hann Sigurð Kára hann er bara alltaf á móti öllu? Hann var á móti því að reykingar yrðu aflagðar á veitingahúsum og starfsfólk nyti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vinna í reyklausu umhverfi. Hann er á móti nýjum heildarlögum um jafna stöðu karla og kvenna og nú er hann á móti því að kannað verði hvort gera megi samkomulag um að óhollusta verði ekki auglýst í barnaefni fjölmiðla.
Ætli megi segja um hann þessi fleygu orð:
Mér er fullkunnugt um það að ef háttvirtur þingmaður mundi ráða einhverju þá yrðu hér engar framfarir.
Hvernig er það með hann Sigurð Kára hann er bara alltaf á móti öllu? Hann var á móti því að reykingar yrðu aflagðar á veitingahúsum og starfsfólk nyti þeirra sjálfsögðu mannréttinda að vinna í reyklausu umhverfi. Hann er á móti nýjum heildarlögum um jafna stöðu karla og kvenna og nú er hann á móti því að kannað verði hvort gera megi samkomulag um að óhollusta verði ekki auglýst í barnaefni fjölmiðla.
Ætli megi segja um hann þessi fleygu orð:
Mér er fullkunnugt um það að ef háttvirtur þingmaður mundi ráða einhverju þá yrðu hér engar framfarir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Facebook
Athugasemdir
Er hann ekki bara á móti fasisma?
Brjánn Guðjónsson, 20.11.2007 kl. 00:04
Í daglegu tali er orðið fasismi oft notað sem skammaryrði yfir einræðisstjórnarfar, valdníðslu og yfirgangssemi. Ef það er valdníðsla og yfirgangssemi að óska eftir því að kannað verði hvort hægt sé að ná samkomulagi um að auglýsa ekki óhollustu í barnaefninu, þá er strákurinn kannski bara á móti fasisma.
En félagslegur darwinismi, kenningin um það að hinir hæfustu lifi af, er ein af þungamiðjum fasismans. Fasistar heimfæra hana gjarnan á samskipti ríkja og útkoman verður yfirgangssöm utanríkisstefna og einhverra hluta vegna finnst mér strákurinn vera hallur undir þessi sjónarmið.
En fasisminn eins og málflutningur piltsins er fullur mótsagna. Það er óþarfi að ræða þann hugmyndagraut og háttvirtan þingmanninn í sömu andrá og ósanngjarnt að kenna lýðræðislega umræðu við fasisma.
Hörður Svavarsson, 20.11.2007 kl. 00:40
Er hann ekki í VG?
Gísli Hjálmar , 22.11.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.