18.11.2007 | 21:30
Bannað að auglýsa franskar?
Bretland, Danmörk, Finnland, Írland, Spánn og Þýskaland hafa sett sérstakar reglur um markaðssetningu matvæla. Og auglýsingar um hamborgara, gosdrykki og annað ruslfæði verða bannaðar í sjónvarpi í Bretlandi, samkvæmt áætlun breskra stjórnvalda um aðgerðir gegn offitu barna. Þá verða sérstakir viðvörunarmiðar settir á matvöru sem inniheldur mikla fitu, salt eða sykur.
Á morgun leggur Ásta R. Jóhannesdóttir frama tillögu til þingsályktunar um að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga matvöru sem beint er að börnum ef matvaran inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna.
Það verður athyglisvert að sjá hvaða viðbrögð þessi tillaga fær.
Hvernig var þetta nú aftur Sigurður Kári og Ágúst Ólafur?
Af hverju getum við ekki haft þetta eins og í löndunum í kring um okkur?
Á morgun leggur Ásta R. Jóhannesdóttir frama tillögu til þingsályktunar um að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga matvöru sem beint er að börnum ef matvaran inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna.
Það verður athyglisvert að sjá hvaða viðbrögð þessi tillaga fær.
Hvernig var þetta nú aftur Sigurður Kári og Ágúst Ólafur?
Af hverju getum við ekki haft þetta eins og í löndunum í kring um okkur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.