uno - Hausmynd

uno

Fúsk í forvörnum

Ari Matthíasson framkvæmdastjóri SÁÁ talar tæpitungulaust í áliti á pistli sem skrifaður er á heimasíðu samtakanna, væntanlega í tilefni af forvarnardegi. Hann segir m.a.:

"Í allri þessari umræðu og stefnumótun eru fagaðilar áberandi fjarverandi. Þannig eru læknar sem sinna áfengissjúkum og vita meira um hagi þeirra og félagslegar aðstæður ekki með. Þetta er eins og að skipuleggja forvarnir við krabbameinum eða hjartasjúkdómum án þess að þeirri vinnu komi læknar og vísindaleg þekking læknisfræðinnar.

Hinir velviljuðu áhugamenn sem sífellt eru að taka á því í nafni hins góða málefnis vinna málaflokknum stundum meira ógagn en gagn með brölti sínu. Ástæðan er að við fáum tilfinningu fyrir árangri sem enginn er og að verið sé að vinna til gagns þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á nokkurn árangur með neinum þeirra mælinga sem við slíkt eru notaðar.

Þessi vinna kallar sem sagt á sóun á fjármunum í fjársveltum geira; ekki er verið að sinna hinum veiku eins og hægt er, aðstandendur þeirra sitja á hakanum, áhættuhópum er ekki sinnt, leitarstarfi er ekki sinnt og ekki er unnið í því að draga úr hinum raunverulegu áhættuþáttum.

Ástæða þess að svo er komið er auðvitað getuleysi og þekkingarskortur hinna velviljuðu áhugamanna og heimska og hégómi stjórnmálamannanna sem eftir þeim hlaupa til að vera með á myndinni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband