uno - Hausmynd

uno

Yfirlögregluþjónn sakar sviðsstjóra um spillingu

 

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sakar sviðsstjóra Bygginga- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar um spillingu í grein sem hann ritar í Fjarðarpóstinn sem kemur út á morgun.

Ómar skrifar:
“Tökum menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar sem dæmi. Menningarmála fulltrúinn er daglega undir sviðstjóra bygginga- og skipulagssviðs. Tillögur, sem koma inn á borð ferðamálafulltrúa, eru færðar á borð sviðsstjóra. Hann ákveður (meira og minna) í hvaða farveg þær eigi að fara. Sumar rata yfir til Byggðasafns Hafnarfjarðar þar sem þegar hefur verið ákveðið hver skuli gera hvað. Þar situr m.a. eiginkona sviðsstjórans. Það eitt vekur tortryggni.”

Svo rekur Ómar tvö dæmi þar sem hann virðist telja að um óeðlilega afgreiðslu verkefna sé að ræða en gefið er í skyn að eiginkona sviðsstjórans hafi fengið verkefnin. Aðstoðaryfirlögregluþjóninum virðist að fámenn klíka fái tiltekin verkefni og segist búa yfir sönnunargögnum í formi tölvupósts. Ómar segir svo að lítt stoði fyrir bæjaryfirvöld að svara fyrir hátternið með greinaskrifum, hann lumi á svo mörgum dæmum.

Í greininni kemur einnig fram að Ómari þykja hoppukastalar ekki menningarlegir og eigi ekki heima á menningarsamkomum í bænum. Á Reykjanesskaga séu fjölmargar minjar um búsetu- og menningarsögu og virðing þeirra og minning eigi ekkert skylt við hoppukastala.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof!

að einhver skuli LOKSINS vera farin að vekja athygli á "mesta" vanda þessara lands

hoppiköstulum. 

Halla (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband