8.11.2007 | 20:52
Breiðavíkurdrengir - styðjum þá - núna
Allir sem ég hef hitt og hafa séð kvikmyndina Syndir feðrana eru slegnir óhug. Allir eru sammála um að svona megi aldrei gerast aftur.
Sannleikurinn um drengjaheimilið skók íslenskt samfélag fyrir skemmstu eftir að hafa verið opinbert leyndarmál í áratugi. Páll Rúnar Elíson var tíu ára þegar hann var sendur ásamt bróður sínum vestur á Breiðavík og Þar dvaldi hann um þriggja og hálfs árs skeið.
Á meðan á dvölinni stóð sætti hann margs konar ógnum, vinnuþrælkun, barsmíðum og kynferðislegri misnotkun. Um leið var hann sviptur skipulegri skólagöngu og eðlilegum samvistum við foreldra og fjölskyldu.
Næstkomandi föstudag, þann 9. nóvember, klukkan 20 mun fara fram kynning á bókinni Breiðuvíkurdrengirnir og heimildarmyndinni Syndir Feðranna í Von húsi SÁÁ við Efstaleiti. Þarna er á ferðinni annars vegar bók sem byggð er á reynslu eins drengjanna sem dvaldi í Breiðuvík og hins vegar heimildarmynd um staðinn og þá sem dvöldust þar.
Við getum sýnt Breiðavíkurdrengjum stuðning í verki með því að mæta og kynna okkur málefnið og þannig orðið hæfari til að hindra að svona ósköp endurtaki sig.
Það minnsta sem þú getur gert núna er að láta fréttina um þessa samkomu berast.
Og vel að merkja; aðgangur er ókeypis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegt hjá þér Hörður. Gaman að sjá nýjan alvöru bloggara á veraldarvefnum. Auðvitað mæti ég í kvöld.
Inda Hrönn (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:14
Takk Inda þú átt komment vikunnar og ég borga þér að sjálfsögðu fimmhundruð krónur fyrir ! ! !
Hörður Svavarsson, 9.11.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.