uno - Hausmynd

uno

Dópskútuböst hefur lítil áhrif

Tuttugasta september var lagt hald á gífurlegt magn örvandi efna, amfetamín og E-pillur, um borð í skútu á Fáskrúðsfirði.

 

Mánaðarlega kannar SÁÁ meðal sjúklinga sinna verð á ólöglegum vímuefnum á markaði hérlendis.

 

Tölur fyrir fyrsta heila mánuðinn eftir að skútudópið var tekið voru birtar í morgun. Þá kom í ljós að haldlagning allra þessara efna hefur haft lítil áhrif á verð á markaði.

 

Ef skoðar er meðalver seinustu þriggja mánaða áður en málið í Fáskrúðsfirði kom upp kemur í ljós að verð á amfetamíni hefur hækkað um 9% en verð á E-pillum hefur lækkað um 16%.

 

Fyrirsögnin “Fáskrúðsfjarðarskúta skekur markaðinn” á vef SÁÁ er því villandi. En spennandi verður að sjá áhrifin til lengri tíma litið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband