uno - Hausmynd

uno

Hafnarfjörður City gegn áfengi í matvörubúðir

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti í morgun ályktun gegn frumvarpi um áfengi í matvörubúðir og beinir því til bæjarstjórnar að gera slíkt hið sama. Ályktunin sem er nokkuð samhljóða ályktun Velferðarráðs Reykvíkur er svo hljóðandi:

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mælir eindregið gegn því að frumvarp til laga um sölu áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs), 6. þingmál, verði samþykkt. Reynsla annarra þjóða af auknu aðgengi að áfengi með afnámi einkasölu sýnir aukna neyslu, ekki síst meðal ungmenna og þar af leiðandi mikla fjölgun félagslegra og heilsufarslegra vandamála.Þetta frumvarp stefnir því í þveröfuga átt eftir að náðst hefur mikilvægur árangur í forvörnum gegn notkun áfengis og annarra vímuefna, með markvissri vinnu í Hafnarfirði og víðar.  Einnig er vakin athygli á að ekki hefur verið leitað formlegrar umsagnar þeirra aðila sem skv. frumvarpinu munu bera ábyrgð á framkvæmdinni."

Nú verður spennandi að sjá hvort átök verði á bæjarstjórnarfundi á morgun í Hafnarfyrði. Ætli frjálshyggjan taki völdin þar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á merkilegt blogg Mumma mótorsendils um að hann sem þjónustuaðili Barnaverndastofu er fylgjandi sölu áfengis í matvöruverslunum. Það fannst mér merkilegt. Samt þarf það ekki að koma á óvart því hann hafnar einnig læknavísindum og WHO þegar að skilgreiningum á alkóhólisma og öðrum fíknsjúkdómum kemur. Kannski er Barnaverndarstofu alveg sama hver rekur fyrir þá meðferðarúrræði og hvaða aðferðafræði þeir beita á þá unglinga sem til þeirra leita.

Ari Matthíasson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:31

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Já... þú segir nokkuð.. Ari

Er þetta ekki þannig að Barnaverndarstofa býður þessa starfsemi út?

Það skilar sér.... í ódýarari starfsemi. 

Hörður Svavarsson, 7.11.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband