uno - Hausmynd

uno

Ritstjórar úr röðum Sjálfstæðisflokksins


Pétur gunnarsson er ósáttur við að Fréttastofa sjónvarpsins vitni til skrifa hans með formála um að hann sé bloggari úr röðum Framsóknarmanna.

“En man einhver eftir að fjallað sé t.d. um leiðara Styrmis Gunnarssonar, Þorsteins Pálssonar eða Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra þriggja stærstu dagblaða landsins, sem reyndar eru allir þekktir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins og sérstakir trúnaðarmenn þess flokks, sem skrif “ritstjóra úr röðum Sjálfstæðisflokksins.”

Ég minnist þess ekki - en kannski er fyllsta ástæða til. Það hefur nefnilega komið afskaplega skýrt í ljós undanfarnar vikur að þremur útbreiddustu dagblöðum landsins er ritstýrt af silkihúfum í Sjálfstæðisflokknum sem líta á það sem hlutverk sitt að undirstrika málflutning sjálfstæðismanna í deilum innan borgarstjórnar Reykjavíkur og útdeila þeim smjörklípum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað útdeila á andstæðinga sína - án þess að gera því nokkur skil að Sjálfstæðisflokkurinn titraði og nötraði vegna innanflokksátaka.”

Það er auðvelt að skilja afstöðu Péturs sem skrifar á eyjan.is og er raunar ritstjóri þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband