6.11.2007 | 20:19
Margir úti að aka úti að aka
Ég get alveg tekið undir það sjónarmið að það eru auðvitað fólgin vandamál í áfengisneyslu en það eru vandamál, fyrst og fremst þeirra, sem gerast SEKIR um ofneyslu.
Sagði Sigurður Kári í Kastljósi 16.10.2007.
Áfengi skapar líka vanda hjá öðrum en þeim sem það drekka. Sterkustu rökin fyrir afskiptum ríkisvaldsins á sölu áfengis eru til að mynda sterk tengsl eru milli áfengisneyslu og ofbeldis og að neyslan hefur áhrif á aðra en neytandann sjálfan, eins og með akstri undir áhrifum áfengis og slysin sem því fylgja.
Sagði Robin Room, heimsþekktur fræðimaður í sama Kastljósi og Sigurður Kári var í.
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, fimm á laugardag, sjö á sunnudag og einn í fyrrinótt.
Þá voru fjórir karlar, 17-24 ára, og ein kona, 29 ára, tekin fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.
Segir Lögreglan á vef sínum í dag.
Sá sem skilur ekki að neysla áfengis hefur líka áhrif á aðra en þá sem drekka er úti að aka,
þó hann sé kannski ekki drukkinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.