6.11.2007 | 16:16
Sammála síðasta ræðumanni...
Guðmundur Rúnar borgarfulltrúi í Hafnarfjörður City segist vera ánægður með;
"....frumvarp um breytingar á eftirlaunaólögunum sem voru samþykkt rétt fyrir jól 2003. Næstum allir hafa verið tilbúnir til að segja að þetta hafi verið óverjandi della, en einhvern veginn hefur enginn haft mannskap í sér til að gera neitt í málinu - fyrr en nú...."
Og;
"Oft hefur Alþingi samþykkt vond lög. Þó svo þessi lög séu ekki þess eðlis að þau ríði ríkissjóði á slig, þá eru þau vond að því leyti að með þeim voru rofin grið í íslensku þjóðfélagi. Þingmenn - þeir sem guldu þeim stuðning sinn - sögðu við þjóðina: Við erum betri og merkilegri en þið! Við eigum meira og betra skilið en þið!"
Mikið er ég sammála.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.