uno - Hausmynd

uno

Hver er maðurinn?


Ari Matthíasson framkvæmdastjóri skrifar svo á umræðuvef SÁÁ;

"Einn prófessor við Háskóla Íslands skrifar í Fréttablaðið föstudaginn 2. nóvember og segir m.a.: "Hávær hópur úrtölumanna reynir nú að öskra niður Sigurð Kára Kristjánsson alþingismann og aðra flutningsmenn frumvarps um að leyfa að selja bjór og léttvín í búðum."

Með þessum ummælum er hann að kalla landlækni, lýðheilsustöð, biskupinn, áfengisráðgjafa, áhugafólk um áfeng- og vímuefnavandann, lækna, ritstjóra Morgunblaðsins, ungmennahreyfinguna og fjölmarga hugsandi menn öskrandi úrtölumenn.

Prófessorinn segir ennfremur:
"Við getum ekki látið þetta fólk gjalda þess, að sumir aðrir vilja fara beina leið til helvítis og nota til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Þeir menn verða alltaf til. Á að refsa venjulegu fólki fyrir það?"

Það ber vott um hrópandi fordóma, vanþekkingu á eðli alkóhólisma og almenna mannfyrirlitningu að telja að alkóhólistar velji það að fara beina leið til helvítis og noti til þess ýmist áfengi eða önnur efni. Prófessorinn slæst þarna með ummælum sínum í hóp afhommarans Alan Chambers, sem hingað kom til að afhomma landann á vegum Hvítasunnumanna og sagði við það tækifæri að trú sín væri að alkóhólistar myndu brenna í víti.

Þarna eru prófessorinn og afhommarinn væntanlega að vísa til þess að alkóhólismi sé synd og með því að hafna nútíma læknavísindum. Og svo er verið að saka þá sem taka til varna fyrir alkóhólista um að vera ofstækismenn!"

Merkilegt.
Hver er þessi prófessor?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Eini maðurinn sem hefur öskrað í eyrað á mér í gegnum símalínu.

María Kristjánsdóttir, 6.11.2007 kl. 00:26

2 identicon

Takk fyrir gott innlegg Hörður.

Það er nánast ótrúlegt hvað vanþekkinging og fordómarnir eru miklir þegar kemur að alkohólismanum þrátt fyrir að nánast hver einasti maður hér á landi eigi einhverja nána aðstandendur eða ættingja sem að þjást af sjúkdóminum.

Sumum virðist einhvern vegin eðlislægt að stinga höfðinu í sandinn svo ég noti þá samlíkingu þegar kemur að því að takast á við einhver nærtæk samfélags vandamál eins og alkohólisma. Ekki það að ég vilji setja bann á sölu á áfengi en mér finnst engan veginn skynsamlegt að auðvelda aðgengi að því og láta markaðsöflin maka krókinn í þeirri viðleitni sinni að selja sem mest.

Enda er svolítið mótsagnarkennt að þessir blessuðu blysberar frelsis og framfara virðast standa í þeirri trú að vín og bjór sé matvara.  Broslegt kannski en þetta er jú staðreynd. En skemmtilegasta kikkið við áfengi hjá velflestum sem að það nota eru áfengisáhrifin sem eru hrein og klár eituráhrif þar sem að áfengið lamar heilasellur og heilastöðvar með virkni sinni.

Hvaða þokkalegum skynsömum manni dettur í hug að flokka eiturefni sem matvöru.

Greinilega Sigurði Kára og Hannesi Hólmsteini.

kær kveðja

Eggert 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 01:32

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

María: Þú hefur þá sjálfagt verið á móti frelsINU eða kannski verið með úrtölur, ha?

Egill: Takk en höfunurinn er aðlallega Ari Matt..

Kv. HS

Hörður Svavarsson, 6.11.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband