uno - Hausmynd

uno

Alvara málsins

 

Það kann að vera mikilvæg ástæða fyrir því að Ólafur F. Magnússon segist hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," en vilji ekki nota orðið þunglyndi eða geðveiki.

Það er eðlilegt að vera nokkuð langt niðri eftir áfall, það er jafnvel eðlilegt að vera óstarfhæfur um lengri eða skemmri tíma vegna áfalls eða einhverrar persónulegrar krísu. Það er að vísu ekkert óeðlilegt við að verða geðveikur en sá reginmunur er á að sé maður veikur af þunglyndi eða öðrum geðsjúkdómi má gera ráð fyrir að sá sjúkdómur taki sig upp aftur.

Það er ekki ástæða til að gera Ólafi upp fordóma í garð geðsjúkdóma. Það getur nefnilega verið að þessi læknir hafi meira vit á þessu en margir sem saka hann um að draga umræðu um geðsjúkdóma niður á forneskjulegt og fordómafullt plan.

Það hefur ekki vakið mikla athygli það sem Sveinn Aðalsteinsson fyrrum kosningastjóri Ólafs hafði um hann að segja: “Honum hættir til að fá mál á heilann,”

Þessi meinta þráhyggjuhugsun Ólafs kann einmitt að vera ástæðan fyrir því að hann var djúpt niðri og lengi frá vinnu. En nú er honum batnað og ekki sérstök ástæða til að ætla að hann falli aftur í  sama ástand, hafi ekki verið um geðsjúkdóminn þunglyndi að ræða. Frábært.

En þessi meinta þráhyggja kann hinsvegar að verða til þess að það verði þrautinni þyngra fyrir nýja samherja Ólafs að halda samstarfið út. En það kemur þá bara í ljós.

Okkar góði borgarstjóri, eins og Ólafur kallaði kollega sinn Dag, daginn sem hann sleit meirihlutasamstarfi við hann, hefur bent á að Sjálfstæðismenn séu að nota Ólaf sem skjöld í umræðunni um gjörðir sínar. Þetta er skörp greining hjá Degi og algjörlega rétt. Ólafur er notaður sem skjöldur fyrir gjörsamlega siðlaust og brútal framferði Vilhjálms og sexmenninganna.

Hættum að tala um veikindi Ólafs. Ef hann er klikk þá kemur það í ljós.

Alvara málsins er sú að það þarf að stjórna höfuðborg landsins. Það ríkir óvissuástand í þjóðmálum sem er engum til góðs, hvar í flokki sem hann stendur.

Fyrsti meirihlutinn í borginni féll saman innan frá. Sá næsti var svikinn. Kvarnist með einhverjum hætti úr núverandi meirihluta verður það ekkert gleðiefni fyrir neinn, hvar í flokki sem hann stendur og rökrétt að Dagur og félagar verji borgarstjórn falli fram að kosningum. Það væri drengilega gert og fólk mun kunna að meta það.

Hvernig sem allt fer verður framganga í Sjálfstæðismanna og Moggans lögð undir dóm kjósenda eftir tvö ár. Þangað til þarf að stjórna borginni. Það er málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þráhyggja mannsins er á það háu stigi að hann getur ekki mætt til vinnu svo mánuðum skiptir þá er það ekkert annað en geðsjúkdómur.  Þráhyggja á þetta háu stigi ER geðsjúkdómur.  Það er alveg óþarfi að kalla það einhverjum öðrum nöfnum.

Helga (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 03:56

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

...og hvað Helga? Þú ert þá viss um að hann sé með þráhyggju, einhver annar er viss um að hann sé þunglyndur. Ólafur ER borgarstjóri og það kemur í ljós ef hann fúnkerar ekki. Ef hann fúnkerar þá kemur okkur þetta ekki við. En við höfum beint spjótum okkar að honum, mikið hljóta Sjálfstæðismenn að vera glaðir.

Hörður Svavarsson, 29.1.2008 kl. 06:59

3 identicon

Góður pistill Hörður.  Langar að vekja athygli á eftirfarandi, sem varpað gæti ljósi á allt þetta moldviðri: http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

Petur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 08:18

4 Smámynd: Hörður Svavarsson

Takk fyrir þessa ábendingu Pétur, pistill Finns er frábær.

Hörður Svavarsson, 29.1.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Heyr, heyr ...

Gísli Hjálmar , 29.1.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband