22.1.2008 | 17:41
Álegg
Í september 2006 kynnti Davíð Oddsson seðlabankstjóri fyrir þjóðinni smjörklípuaðferðina í eftirminnilegu viðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í Kastljósi ríkissjónvarpsins.
Fyrir skömmu var skipaður, af Árna Mathiesen, héraðsdómari á norðurlandi eystra. Mörgum fannst skipunin, sem sniðgekk álit lögskipaðrar matsnefndar, siðlaus og hættuleg.
Núna fjallar Orðið á götunni um það að Davíð Oddsson geti eignað sér stóran þátt í því að mynda nýja meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur.
Kannski er nýr meirihluti undir forystu Ólafs F. Magnússonar smjöraskjan sem Árna Mathiesen þurfti.
Hver nennir að tala um dómararáðninguna núna?
Athugasemdir
... einmitt það sem ég var að hugsa með mér í dag. Hver er að spá í Árna Matt þessa daganna.
Gísli Hjálmar , 22.1.2008 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.