uno - Hausmynd

uno

Ekkert smá Sérstakt K

Þingsályktunartillaga Ástu Ragnheiðar rak GUB (Greiningardeild Uno blog) til skoðunar á hvenær létt er létt og holt er holt. Ekki eru til reglur um það, en meðal einstakra þjóða virðast vera einhverjar viðmiðanir. Í Bandaríkjunum liggja reglur að baki því hvenær má kalla matvæli fitusnauð en ekki eru reglur um hver mörkin eru varðandi kolvetnasnauða fæðu en áætlanir eru uppi milli Evrópusambandsins og USA um að samræma viðmið.

En GUB komst við rannsóknir sínar að mjög áhugaverðum hlutum. Matvæli sem hafa sama vöruheiti geta haft mismunandi efnainnihald milli landa. Þannig komst GUB að því að í sérstöku Kái (Special K) er nærri 35% meiri sykur hér hjá okkur á Íslandi heldur en paradís neytendanna USA. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd ef hún "prentast" vel.

Erindrekar GUB höfðu ekki gert sér grein fyrir því  að þegar þeir snæða Sérstakt K borða þeir 17% sykur. Það er meiri sykur en fer í kaffið þeirra.

 spesialKJpeg3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áður en þú varpar nú svona fram að þá þarft þú að lesa rétt út úr þessum 2 pakkningum.  Í Evrópu og þmt. á Íslandi, þarf að gefa upp næringainnihald miðað við 100g.  Á amerísku pakkningunum er gefið upp næringainnihald miðað við serving size, í þessu tilfelli er það t.d. 31g.  Þannig að til að fá jafnan samanburð þarft þú að margfalda tölurnar á ameríska pakkanum með 3,23. Þá ert þú farinn að fá svipaðar tölur  þó að NB  þær séu ekki nákvæmlega eins, en munurinn er þó hverfandi.  Vildi bara benda þér á þetta þar sem umræðan um þetta er oft villandi.

Haraldur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Takk fyrir ábendinguna en þetta var nákvæmlega það sem gert var. Eftir stendur ekki hverfandi munur heldur munur upp á nærri 35% - það er mikill munur.

Það er líka athyglisvert að skoða hlutfallstölur á þessum pökkum yfir heildar kolvetnisinnhald og í kjölfarið má velta fyrir sér hver stendur fyrir villandi umræðu.

Hörður Svavarsson, 21.11.2007 kl. 13:25

3 identicon

Ég einmitt rak augun í þessar tölur fyrir nokkrum misserum.

Hef nöldrað yfir þessu í hvert sinn sem að þetta hefur verið auglýst í sjónvarpinu sem einhverju megrunarfæði. En það er u.þ.b. 70% meiri sykur í special K en kóki. Þannig að ef þú tekur 100g af special K hellir yfir það 169 ml af kóka kóla þá inniheldur megrunarfæðið samt meiri sykur heldur en það óhollasta af því óholla.

Ég skil reyndar ekki af hverju þetta teljast ekki villandi auglýsingar. Kannski er það leyft, ég er ekki vel inn í samkeppnislöggjöfinni.

En það er góðra gjalda vert að vekja máls á þessu, öðruvísi en að nöldra við sjónvarpið.

Gústaf Hannibal (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband