uno - Hausmynd

uno

Afsakið meðan að ég æli

Nei, þó fyrirsögnin gefi það til kynna að ritari sé einn af sexmenningaklíku borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og ætli að hefja illt umtal um Björn Inga, þá er það ekki svo.

Hér hafa heimilismenn verið haldnir ælupest af kvikindislegri sort. Prinsessan höndlar það best. Getur nánast ælt á hlaupum, þeir sem eldri eru ganga í gegnum meiri átök. Sá einn sem ekki hefur lent í þessu subbu gubbustandi er bloggarinn.

Það hefur hægst á skrifum hér, þið megið kalla það meðvirkni alveg sjálfsagt. Málið er bara að ég get ekki látið hafa það á mig seinna meir að þegar fjölskyldan lá í ælupest hafi ég bloggað sem aldrei fyrr. Um það vitni fjöldi heimspekilegra vangaveltna á víðernum alnetsins.

Svo – nú safnast í sarpinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ælupest kennir manni þakklæti.

sérstaklega ef maður er enn að jafna sig í vinnunni.

Þá er standartinn bara sá að kasta ekki upp á nærstadda.

og að geta staðið upprétt og talað í 45 min án þess að detta í gólfið eða missa meðvitund.

jájá það á ekki að vera veikur í vinnunni

stundum hefur maður ekki val!

og þá er eins gott að gera bara gott úr þessu og velja sér einhvern einn sérstakann ef illa skyldi fara

kv úr sveitinni

Halla (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:07

2 identicon

Það er einmitt svona ælupest heima hjá mér líka og ég commenta sem aldrei fyrr, við ættum kanski að hittast við tækifæri og halda fund og sameina reynslu okkar styrk og vonum og svo svona rétt í restina að biðja Guð almáttugan að laga ástandið hið snarasta.

Góðar stundir.

Inda Hrönn (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:13

3 Smámynd: Gísli Hjálmar

hahahahahahohoho ... ég er stikkfrír.

Ég notaði það sem Guð gaf mér og fór í sprautu.

... ef einhver er að velta því fyrir sér hvað það er sem Guð gaf mér, þá er það bara líkami minn.

Með ósk um skjótan bata.

Gísli Hjálmar , 14.11.2007 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband