uno - Hausmynd

uno

Áfengisheildsalinn gæti misst leyfið fyrir Húsasmiðjubúsið

Ég hef bloggað hér og þar um áfengi sem afhent var börnum. Annað bloggið varð að tilfeni fréttar í Fréttablaðinu á Laugardag. Þar vakti eðlilega athygli að börn fengu áfengið afhent. Í afsökunarbeiðni og varnarorðum markaðsstjóra Húsasmiðjunnar koma þó fram upplýsingar um að þarna hafi verið á ferðinni markaðssetning sem virðist vera margfalt brot á áfengislöggjöf.

Magnús markaðsstjóri benti á að þarna hafi verið á ferðinni vörukynning af hálfu áfengisheildsalans sem lét sérstaka "kynningaraðila" annast markaðssetninguna. Kynningin, s.k. Konukvöld Blómavals var auglýst og þar kom fram að umræddur Breezer yrði í boði.

Í áfengislögum segir:

Innflutningsleyfi veitir leyfishafa jafnframt heimild til að selja eða afhenda innflutt áfengi til þeirra sem hafa leyfi til að framleiða, selja eða veita áfengi í atvinnuskyni.

Handhafa heildsöluleyfis er heimilt að selja eða afhenda áfengi til þeirra sem hafa leyfi til að framleiða, selja eða veita áfengi í atvinnuskyni.

Með því að afhenda  áfengið til Húsasmiðjunnar verður því ekki annað séð en Heildsalinn hafi brotið bæði heildsöluleyfi og innflutningsleyfi.

Í áfengislögum segir líka:

Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.

Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstillingar, dreifing prentaðs máls og vörusýnishorna og þess háttar.


Með markaðssetningu eða "vörukynningu" af þessum toga virðist heildsalinn líka hafa brotið þessi ákvæði áfengislaga.

Verði handhafi leyfis sem gefið er út samkvæmt áfengislögum uppvís að vanrækslu á skyldum sem á honum hvíla  skal veita honum skriflega áminningu. Verði leyfishafi uppvís að frekari vanrækslu meðan áminning er enn í gildi skal það varða sviptingu leyfis um ákveðinn tíma.

Áfengisheildsalinn sem stóð að þessari kynningu með svo hrapalegum hætti að ofangreind ákvæði laga virðast hafa verið broti og þar á ofan komust börn í veigarnar heitir Mekka og er í eigu Íslensk Ameríska

Nú er það verkefni fyrir duglegan rannsóknarblaðamann að athuga hvort áfengisheildsalar hafi einhvern tíma fengið áminningu eins og skylda er samkvæmt lögunum. Þá gæti einnig komið í ljós hvort Íslensk Ameríka er í hættu með að missa spón úr hinum stóra aski sínum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er til háborinnar skammar!

ótrúlegt hvað viðgengst í þessum málum.

Annars langaði mig að sækja um að fá að vera blóm dagsins.

Kaktus helst.

er umsóknirnar ennþá á Langabar? 

Halla (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Hörður Svavarsson

Halla, viltuverða kaktus?

Hörður Svavarsson, 11.12.2007 kl. 23:03

3 identicon

já mig langar að verða blóm dagsins.

og fannst Kaktus vera við hæfi.

kannski ég láti það fylgja með að ég hef fengið undirskriftalista með stuðnigi í framboð um blóm dagsins.

Halla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband