uno - Hausmynd

uno

Óheimilt að boða þriðja mann ef Ólafur forfallast

 

Ólafi F. Magnússyni fannst það ómaklegt að vera spurður um hvað yrði um nýjan meirihluta í borgarstjórn ef hann veikist aftur eða forfallast, því Margrét Sverrisdóttir styður ekki þennan meirihluta.

 "Verður þá ekki bara þriðji maður kallaður inn af listanum?" spurði einhver fréttamaðurinn.

Því var ekki svarað en það er óheimilt samkvæmt sveitarstjórnarlögum.

Í 24. Grein Sveitarstjórnarlaga segir;
“Varamenn taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir eru kosnir af falla frá, flytjast burtu eða forfallast varanlega á annan hátt eða um stundarsakir frá því að sitja í sveitarstjórn.”

Á þessi lög hefur reynt. Það hefur gerst, að til Félagsmálaráðuneytis hefur verið kvartað vegna nákvæmlega svona brots, þ.e. að kalla ekki til fremsta varamann og ráðuneytið hefur úrskurðað slíkan gjörning óheimilan.

Ólafur má því ekki forfallast, þá er nýjasti meirihlutinn í borgarstjórn sprunginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvernig sannaðist það að vinstri menn geti ekki unnið saman???

Hólmdís Hjartardóttir, 22.1.2008 kl. 02:37

2 identicon

Sjá einnig í Sveitarstjórnarlögum:

Nú næst ekki samkomulag milli stjórnmálaflokka eða samtaka sem standa að sameiginlegum lista, og skulu þá þeir varamenn listans, sem eru úr sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalmaður sá sem um er að ræða, taka sæti hans í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir voru kosnir án tillits til þess hvar þeir annars eru í röð varamanna. Sé enginn úr hópi varamanna slíks lista í sama stjórnmálaflokki eða samtökum og aðalfulltrúinn sem í hlut á var þegar kosning fór fram taka varamenn listans sæti samkvæmt venjulegum reglum.

Þannig er hægt að ganga fram hjá þeim sem voru í Frjálslyndaflokknum og einungis óháðir stja fundi

Kári (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Hörður Svavarsson

Það sem Kári bendir á gæti hugsanlega staðist ef til voru Samtök óháðra og aðalfulltrúinn, í þessu tilfelli væntanlegur borgarstjóri, gangi í Frjálslynda flokkinn en Margrét ekki.

F listinn var listi Frjálslyndra og óháðra. Ef það er þannig að þessir frjálslyndu eru Frjálslyndi flokkurinn og óháðir höfðu með sér formleg samtök, þannig að F-lista framboð hafi raunverulega veri framboð tveggja skilgreindra flokka eða samtaka, mætti hugsanlega beita þessari grein til að sniðganga Margréti. En var F-lista framboðið svona skilgreint?

Hörður Svavarsson, 22.1.2008 kl. 10:22

4 identicon

Ég held að það þurfi mikinn vilja til að túlka hlutina þannig að F-framboðið sé til orðið sem samstarf fleiri en eins stjórnmálaflokks (þó þeir sem stóðu að baki því á sínum tíma tilheyri nú ýmsum stjórnmálaflokkum). Svo er náttúrulega alveg dásamlegt að tala um óháða sem sem hóp - eru þeir þá óháðir? Betri lýsingu á óháðum stjórnmálamönnum hef ég ekki séð en þessa, sem er að finna í bók Einars Más Guðmundssonar - Rimlar hugans: "...var líka í framboði á lista óháðra borgara sem síðar leystist upp í einhverja pólitíska vitleysu, einsog framboð óháðra borgara hlýtur alltaf að gera því enginn er óháður borgari. Ég hugsa að við glæpamennirnir komumst næst því að vera óháðir borgarar, því við störfum fyrir utan lög og reglu..."

Annars er orðið svo mikið af góðgjörnum dómurum að það hlýtur að vera hægt að framkalla einhvern fínan úrskurð í svona málum. Gott að eiga góða dómara.

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband